Fréttir

Kranavísitalan að ná sögulegum hæðum

3.12.2018

ByggingavinnustaðurKranavísitalan hefur verið mælikvarði á framkvæmdir meðal stórt hugsandi manna. 

Nú er svo komið í dag, 3. desember, að þessi vísitala er orðin jöfn þeirri tölu sem við sáum í framkvæmdum árið 2007 þegar við sáum 364 krana skoðaða. Þetta er sjálfu sér ánægjulegt því þetta bendir til mikillar starfsemi, sem er grundvöllur velmegunar. Það sem við horfum hins vegar til er að fjöldi vinnuslysa í byggingar- og mannvirkjagerð, framkvæmdum opinberra aðila og rafmagns og hitaveitum hefur lækkað frá þessum tíma, þó að ljóst sé að öll kurl, varðandi slys í þessum geirum, séu ekki komin fram fyrir árið 2018.

ÁrVinnuslys í mannvirkjagerð Fjöldi skoðaðra krana 
2007659364
2008445310
2009216155
2010170113
2011142121
2012125 140
2013140159
2014166193
2015184224
2016212277
2017235303
2018170364

Þó að slys í mannvirkjagerð séu ekki eins gríðarlega mörg og áður þá þarf átak til þess að fækka þeim niður í núll, því hvert slys eru einu slysi of mikið.

Framkvæmdamenn, sem aðrir eru hvattir til þess að sinna vinnuvernd af kostgæfni til þess að tryggja þau sjálfsögðu mannréttindi að allir komi heilir heim. Í því felst okkar mesta velmegun.

Áhugasamir geta fylgst með frekari þróun á tölfræðisíðu Vinnueftirlitsins um kranaskoðanir