Fréttir

Ítrekað brotið gegn fyrirmælum Vinnueftirlitsins um fallvarnir við vinnu á þaki við Eiðistorg 7

31.8.2018

Vinnueftirlitið bannaði fyrirtækinu Múr og mál ehf. vinnu á þaki hússins að Eiðistorgi 7 á Seltjarnarnesi þann 29. ágúst sl. vegna ófullnægjandi fallvarna. Banninu var aflétt samdægurs þar sem búið var að framfylgja fyrirmælum Vinnueftirlitsins. Við skoðun daginn eftir, eða þann 30. ágúst sl., kom í ljós að enn var verið að vinna á þaki hússins án fullnægjandi fallvarna og var lögregla því kölluð til þar sem um ítrekað brot var að ræða.

Vinna var stöðvuð og öll vinna á þökum hússins bönnuð aftur þar til gengið væri frá fullnægjandi fallvörnum þ.m.t. línunotkun við vinnu á þaki. Einnig var forsvarmönnum fyrirtækisins gert að funda með Vinnueftirlitinu um vinnuverndarstarf fyrirtækisins og öryggismál.

Frekari viðbrögð vegna þessara ítrekuðu brota eru í skoðun hjá Vinnueftirlitinu.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins