Fréttir
  • Merki Vinnueftirlitsins

Hópkaup innkallar ENOX ES100 rafhlaupahjól

16.5.2020

Vinnueftirlitið vekur athygli á innköllun Hópkaupa á ENOX ES100 rafhlaupahjólum. Vinnueftirlitið lagði tímabundið bann við markaðssetningu hjólanna þann 27. apríl síðastliðinn. Stofnuninni hafði þá borist ábendingar um að hjólin kynnu að vera gölluð, en dæmi eru um að þau hafi gefið sig við notkun. Samhliða var hafin rannsókn á hjólunum á vegum stofnunarinnar. Rannsóknin leiddi í ljós að suða við stýrislás stenst ekki lágmarkskröfur um styrk.

 Vinnueftirlitið hvetur þá sem eiga ENOX ES100 rafhlaupahjól að snúa sér til Hópkaupa.