Fréttir

Bann við notkun og markaðssetningu hitunarbúnaðar hjá Kú Kú Campers ehf og hjá Go Campers ehf.

21.11.2018

HitariVið markaðseftirlit Vinnueftirlitsins kom í ljós að hitunarbúnaður af gerðinni Air 2KW Parking Heater er ekki í samræmi við reglugerð nr. 1005/2009 um vélar og tæknilegan búnað og því mögulega hættulegur.
Fyrirtækin Kú Kú Campers ehf. og Go Campers ehf. hafa flutt búnaðinn til landsins og notað í ferðarbíla með svefnaðstöðu sem fyrirtækin leigja út.

Af framangreindum ástæðum hefur Vinnueftirlitið bannað fyrirtækjunum notkun búnaðarins og frekari markaðsetningu hans á Íslandi.