Fréttir

Heilbrigðir vinnustaðir – Meðferð hættulegra efna

2.10.2018

Vinnuverndarvikan 2018Vinnuverndarátak Vinnuverndarstofnunar Evrópu árin 2018 og 2019 er um bætta meðferð hættulegra efna á vinnustöðum.
Átakið er samræmt af Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) og með þátttöku stofnana í yfir 30 löndum, þ.m.t. Vinnueftirlitsins, auk stuðningsnets samstarfsaðila.
Meginmarkmið átaksins eru að:
  • Auka vitund um áhættu sem stafar af hættulegum efnum á vinnustað
  • Stuðla að vinnumenningu til að útrýma eða stýra áhættu
  • Auka skilning á áhættu sem tengist krabbameinsvaldandi efnum
  • Leggja áherslu á starfsmenn með sérþarfir og veikleika
  • Veita upplýsingar vegna mótunar stefnu og stuðning við viðeigandi löggjöf
Vinnueftirlitið stendur fyrir tveimur ráðstefnum í tilefni átaksins nú í október en hin formlega vinnuverndarvika EU-OSHA stendur frá 22 til 28 október.
Við þjófstörtum aðeins hér á Íslandi með ráðstefnunni á á Grand hóteli Reykjavík 17. október en sú síðari verður í miðri vinnuverndarvikunni í Hofi á Akureyri viku seinna eða 24. október. Báðar ráðstefnurnar standa yfir frá klukkan 13 til klukkan 16.

Fjöldi áhugaverða fyrirlestra verður á ráðstefnunum en megin áhersla á Reykjavíkurráðstefnunni verður á áhættumat við meðferð hættulegra efna og í almennum iðnaði og við þrif en áherslan verður á stóriðju og sjúkrastofnanir á Akureyrarráðstefnunni.