Fréttir

Hættur vegna jarðhitavirkni

12.7.2019

Kaldur vetrardagur

Íslensk náttúra er stórmerkileg og falleg eins og allir vita. Þrátt fyrir fegurðina geta leynst hættur sem eru ekki alltaf augljósar.

Þar sem jarðhiti kraumar getur verið þó nokkur styrkur hættulegra lofttegunda í loftinu. Sumar þessara lofttegunda geta verið banvænar og eru dæmi um alvarleg slys af þeirra völdum, sérstakrar varúðar þarf að gæta þar sem lítið ferskt loft kemst að eins og t.d í íshellum sem eru í jökulsporðum.

Vinnueftirlitið hefur tekið saman dreifibréf með leiðbeiningum um vinnu í lokuðu rými á háhitasvæðum.

Nánari upplýsingar um lofttegundirnar og helstu hættur voru birtar í frétt um vinnu á svæðum þar sem hætta er á mengun vegna jarðhitavirkni .