Fréttir

Hætta tengd eldri gasofnum

9.4.2015

Therm X gasofnar

Ábendingar hafa borist til Vinnueftirlitsins um bilanir sem vart hefur orðið í THERM X gasofnum sem framleiddir eru af fyrirtækinu Mapemsa. Ofnarnir voru seldir hér á landi um skeið en hafa ekki verið í sölu síðustu árin.

Bilanirnar hafa falist í því að sprunga hefur komið í nippil (tengistykki) sem er innaní ofninum. Ekki er vitað til þess að óhapp hafi orðið enn sem komið er af þessum sökum.

Á myndinni hér til hliðar sést sprunga í nippli (tengistykki) Sprunga í nippli (tengistykki) í Therm X ofni
Myndin hér til hliðar sýnir staðsetningu nippilsins inni í gasofni Staðsetning nippils inni í THerm X ofni

Eigendur svona gasofna eru hvattir til að yfirfara, eða láta yfirfara búnaðinn og þá sérstaklega nippilinn innan í tækinu sem tengir gaslögnina við tækið. Nippillinn hefur þann tilgang að hægt sé að tengja mælitæki við ofninn til prófunar.

Sprungan getur myndast af einni eða fleiri af eftirtöldum orsökum:

  • Ofhersla getur valdið sprungu í nipplinum.
  • Miklar hitabreytingar (bæði kuldi og hiti) geta valdið sprungu.
  • Þétting raka í nipplinum með frosti í kjölfarið getur valdið sprungu.

Þessir gasofnar hafa t.d. verið notaðir í sumarbústöðum og fjallaskálum.