Fréttir

Frekari tilslakanir á samkomum vegna COVID-19 frá 25. maí til 22. júní og áhrif þeirra á starfsmenn á vinnumarkaði

Tilslakanirnar snúa meðal annars að hámarksfjölda saman í rými og breytingum á nálægðartakmörkunum.

29.5.2020

LikamsraektarstodvarVið tilslökun á samkomubanni sem tók gildi 4. maí síðastliðinn var snyrtistofum, nuddstofum, kírópraktorstofum og skyldri starfsemi heimilt að veita þjónustu sína að nýju með vissum skilyrðum.

Nú hafa frekari tilslakanir vegna COVID-19 tekið gildi sem felast aðallega í eftirfarandi:Að hámarki 200 einstaklingar mega koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Þetta á við um:

 • Ráðstefnur, málþing, útifundi o.þ.h.
 • Kennslu, fyrirlestra og prófhald
 • Skemmtanir
 • Trúarathafnir
 • Aðra sambærilega viðburði

Nálægðartakmörkun

Fólk er hvatt til að viðhalda tveggja metra fjarlægð í samskiptum við aðra eftir því sem aðstæður leyfa. Leitast skal við að bjóða einstaklingum að halda tveggja metra fjarlægð frá öðrum eins og kostur er. Þetta á við um:

 • Verslanir
 • Veitingastaði
 • Sund- og baðstaði
 • Líkamsræktarstöðvar
 • Íþróttamannvirki
 • Heilbrigðisstofnanir
 • Móttökur stofnana og fyrirtækja
 • Vinnustaði þar sem ekki er krafist mikillar nálægðar
 • Almenningssamgöngur
 • Leikhús, kvikmyndahús, tónleikasali o.þ.h.
 • Húsnæði skóla og annarra mennta- og menningarstofnana

Takmarkanir á starfsemi vegna sérstakrar smithættu

 • Veitingastaðir með vínveitingaleyfi og spilasalir mega ekki hafa opið lengur en til klukkan 23.
 • Sund- og líkamsræktarstaðir mega hafa opið en heildarfjöldinn má ekki vera meiri en helmingur af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd fyrir árið 2015 eru ekki talin með í gestafjölda.

Þrif og sótthreinsun

 • Þrífa skal algenga snertifleti eins oft og unnt er.
 • Tryggja skal aðgang að sótthreinsivökva fyrir hendur eins víða og þörf er talin á, t.d. við afgreiðslu.

Takmarkanirnar gilda ekki um:

 • Starfsemi leik- og grunnskóla, þ.m.t. íþrótta- og tómstundastarf
 • Starfsemi dagforeldra, frístundaheimila, félagsmiðstöðva o.þ.h.
    - Öðrum en nemendum ber þó að fara eftir takmörkunum
 • Alþjóðaflugvelli, hafnir, loftför og skip

Við þessar breytingar er nú aftur nauðsynlegt að uppfæra áhættumatið sbr. meðfylgjandi leiðbeiningar , breyta skipulagi vinnustaðarins og stýringu verkefna þannig að hætta á smiti vegna COVID-19 verði sem minnst. Eins þarf að upplýsa starfsfólk um fyrirhugaðar breytingar ef við á auk þess að leiðbeina því og þjálfa.

Þótt tveggja metra reglan sé ekki eins skilyrðislaus og áður er vert að halda í hana á vinnustöðum eins og kostur er, til dæmis með því að stýra því að ekki séu haldnir of fjölmennir fundir, takmarka fjölda starfsmanna í mötuneyti á hverjum tíma og ferðast sem fæst í lyftum svo dæmi séu tekin. Einnig þarf áfram að bjóða upp á handspritt og hvetja til reglulegra handþvotta.

Frekari upplýsingar um hvernig gott er að laga vinnustaði að breyttum aðstæðum og vernda starfsmenn þegar þeir snúa aftur til vinnu, nú þegar COVID-19 faraldurinn virðist í rénun í Evrópu, er að finna á vef Vinnuverndarstofnunar Evrópu . Upplýsingarnar eru á íslensku og fjölda annarra tungumála.