Fréttir
  • Betri vinnutími

Fræðslumyndbönd um betri vinnutíma vaktavinnufólks

9.4.2021

Stytting vinnuvikunnar hefur ótvíræða kosti en innleiðing hennar getur verið snúin, ekki hvað síst hjá vaktavinnufólki. Á heimasíðunni betrivinnutimi.is er að finna fræðslumyndbönd sem ætlað er að auðvelda ferlið.

Í flestum nýjum kjarasamningum er nú kveðið á um heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnuvikuna. Rannsóknir sýna að stytting vinnuvikunnar hefur ótvíræða kosti en innleiðingin getur engu að síður verið áskorun og þá ekki hvað síst hjá vaktavinnufólki.

Á heimasíðunni betrivinnutimi.is er að finna ýmsar leiðbeiningar og fræðsluefni er varðar innleiðingu á betri vinnutíma auk þess sem þar að finna fjölda fræðslumyndbanda sem mörg hver snúa að fólki í vaktavinnu ásamt svörum við algengum spurningum.

Vinnueftirlitið hvetur stjórnendur, starfsfólk og aðra áhugasama til að kynna sér þessi myndbönd en þau eru til þess fallin að einfalda og auðvelda ferlið