Fréttir

Fræðsla á sviði vinnutengdrar heilsu

5.10.2017

Vinnueftirlitið undirritaði nýverið samstarfssamning við NIVA – Norrænu stofnunina um framhaldsmenntun í vinnuvernd og Háskóla Íslands um þátttöku í þróun fræðslu á sviði vinnutengdrar heilsu.

NIVA, sem býður upp á menntun í öllum norrænu löndunum, hefur starfað í nánu samstarfi við rannsóknarstofnanir og háskóla á Norðurlöndunum. Í tengslum við það stendur stofnunin fyrir viðburðum af ýmsu tagi, meðal annars vönduðum vinnustofum, námsstefnum og síðast en ekki síst námskeiðum, sem hafa verið metin til háskólaeininga.

NIVA er með fast aðsetur í Finnlandi, en vinnustofurnar og námskeiðin eru haldin víða á Norðurlöndunum, meðal annars hér á landi.

NIVA_VERÁ myndinni má sjá rektor Háskóla Íslands, Jón Atla Benediktsson undirrita samninginn fyrir hönd HÍ, ásamt Birgittu Forsström forstjóra NIVA og Kristni Tómassyni yfirlækni hjá Vinnueftirlitinu. Í aftari röðinni eru Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda, sem situr fyrir hönd Háskóla Íslands í ráðgefandi nefnd á vegum NIVA og Þórunn Sveinsdóttir sem er fulltrúi Íslands í stjórn NIVA.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu NIVA .