Fréttir

Forgangsatriði fyrir vinnuverndarrannsóknir í Evrópu

27.10.2015

Vinnuverndarstofnun Evrópu hefur tekið saman skýrsluna;

Samantekt - forgangsatriði í vinnuverndarrannsóknum fyrir árin 2013-2020.

Hér er um samantekt að ræða sem gerð var af Vinnuverndarstofnun Evrópu árið 2005 og var uppfærð í janúar 2014 en hún er byggð á framlagi frá fyrirtækinu Miðstöðin í Vinnuvernd (e. Topic Center – Occupational Safety and Health, TC-OSH).

Markmið skýrslunnar er að greina frá forgangsatriðum fyrir vinnuverndarrannsóknir á komandi árum í samræmi við stefnuna Evrópa 2020 og áætlunina Horizon 2020 og forgangsatriði þeirra og helstu markmið um snjallan og sjálfbæran hagvöxt fyrir alla og frábær vísindi - samkeppnishæfan iðnað -betra samfélag.

Skýrslan byggir á fjórum helstu þemum:

  • lýðfræðilegar breytingar - sjálfbær vinna fyrir heilbrigðari og lengri starfsævi;
  • hnattvæðing og breyttur starfsheimur;
  • vinnuverndarrannsóknir fyrir örugga nýja tækni;
  • ný eða vaxandi útsetning á vinnustöðum á kemískum og líffræðilegum efnum.

Þemun endurspegla hnattræn vandamál á sviði efnahags-, samfélags- og tæknimála, sem Evrópusambandið stendur frammi fyrir, og tengir saman forgangsatriði skýrslunnar á sviði vinnuverndarrannsókna við markmiðin í stefnunni Evrópa 2020.