Fréttir

Fallslysum úr hæð fjölgar

24.7.2018

Vinnaihaed-fallvarnirÁ sumrin aukast umsvif í byggingarvinnu og alls konar viðhaldsvinna fer á fullt. Mikið af þessari vinnu fer fram í mikilli hæð, s.s. viðhald á ytra byrði húsa, viðgerðir á gluggum og málningarvinna á þökum. Því miður hefur fallslysum úr hæð fjölgað síðustu ár hér á landi. Fallslys úr hæð eru oftast alvarleg, beinbrot og jafnvel banaslys.

Vinnueftirlitið hefur þurft að banna vinnu sem er unnin í hæð nokkrum sinnum það sem af er sumri. Með einföldum aðgerðum og undirbúningi má koma í veg fyrir öll fallslys úr hæð.
Vinnueftirlitið hefur endurútgefið bæklingin Vinna í hæð - Fallvarnir .  Í bæklingnum er fjallað á einfaldan hátt um helstu leiðir til að vinna í hæð á öruggan hátt. Í bæklingnum er m.a. mikill fjöldi skýringarmynda.

Allir geta náð í bæklinginn um Vinnu í hæð - Fallvarnir hér á vef Vinnueftirlitsins.
Fall af hærri stað - Tölfræði 2010 til 2017