Fréttir

Eyjólfur Sæmundsson er látinn

8.10.2018

Eyjolfur-saemundssonEyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins er látinn 68 ára að aldri. Hann lést þann 5. október síðast liðinn. Eyjólfur hefur verið forstjóri Vinnueftirlitsins frá stofnun þess í upphafi árs 1981. Áður hafði hann gegnt starfi Öryggismálastjóra hjá Öryggiseftirliti ríkisins frá 1980.

Starfsfólk Vinnueftirlitsins þakkar Eyjólfi samstarfið og samhryggist eiginkonu hans og fjölskyldu.

Útför Eyjólfs verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 17. október klukkan 13. Þann dag verður Vinnueftirlitið lokað eftir klukkan 12.