Fréttir
  • Hafa samband

Er fjarvinna framtíðin?

15.4.2021

Vinnueftirlitið efnir til morgunfundar undir yfirskriftinni „Er fjarvinna framtíðin?“ í tilefni af alþjóðlegum degi vinnuverndar miðvikudaginn 28. apríl næstkomandi, en þann dag er sjónum beint að forvörnum gegn vinnuslysum og atvinnusjúkdómum um heim allan.

Fundurinn, sem fer fram á Teams, hefst klukkan 8.30 og stendur til 10.00. Honum verður streymt beint af heimasíðu Vinnueftirlitsins.

Tengill á streymi fundarins (miðvikudaginn 28. apríl, kl. 8:30)

Fjallað verður um málið út frá ýmsum hliðum. Meðal annars um niðurstöður kannana á fjarvinnu, áherslur Vinnueftirlitsins, reynslu fyrirtækja af fjarvinnu í COVID og framtíðaráform fyrirtækja og stofnana þegar kemur að fjarvinnu.

Dagskrá

Kl. Erindi Fyrirlesari 
08:30 Setning. Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður stjórnar Vinnueftirlitsins.
08:35 Fjarvinna í farsótt – hver er lærdómurinn?
Niðurstöður úr könnunum Gallup.
Tómas Bjarnason, sviðsstjóri hjá Gallup.
09:05 Vinnuumhverfi til framtíðar – heilsueflandi hvar sem er. Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Vinnueftirlitinu.
09:25 Fjarvinna er það ekki bara Vinna? Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra mannauðs og menningar hjá Orkuveitunni.
09:40 Sjálfbærni, sveigjanleiki og framtíðarsýn. Áframhaldandi þróun vinnuumhverfis hjá Íslandsbanka. Guðlaugur Örn Hauksson, starfsþróunarstjóri hjá Íslandsbanka.
09:55 Lokaorð. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins.
10:00 Ráðstefnuslit.  

Ráðstefnustjóri er Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri hjá Vinnueftirlitinu.