Fréttir

Myndband um einelti á vinnustöðum

1.12.2016

Einelti á vinnustað getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér bæði fyrir starfsfólk og vinnustaði.

Með leyfi frá APA Center for Organizational Excellence hefur Vinnueftirlitið látið gera skjátexta á stutt myndband sem lýsir vel skaðsemi eineltis á vinnustað og mikilvægi þess að stjórnendur gefi skýr skilaboð um að einelti og önnur óviðeigandi hegðun sé ekki liðin á vinnustað.

Vinnueftirlitið sér tækifæri í að þetta myndband er á ensku og með íslenskum texta og skýru myndmáli og ætti því að ná til flestra á íslenskum vinnumarkaði.