Fréttir

Dagsektir lagðar á Reykjavíkurborg

12.10.2018

Þann 8. október 2018 ákvað Vinnueftirlitið að leggja dagsektir á Reykjavíkurborg vegna Leikskólans Lyngheima vegna vanrækslu á að fara eftir fyrirmælum stofnunarinnar um úrbætur á aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi starfsmanna.

Sektir nema kr. 150.000,- á dag þangað til búið er að gera úrbætur skv. fyrirmælum Vinnueftirlitsins.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins

Uppfært 19. október

Fyrirtækið hefur nú gert úrbætur í samræmi við fyrirmæli Vinnueftirlitsins, úrbætur vegna salernisaðstöðu eru þó til bráðabirgðar og verður lokið 29. janúar 2019.