Fréttir

Bann við vinnu við vél hjá Myllunni í Reykjavík

27.3.2019

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins hjá fyrirtækinu ÍSAM ehf (Myllan), vegna vinnuslyss að Skeifunni 19 í Reykjavík, kom í ljós að öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Var öll vinna bönnuð við útlangara færibands þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna var talin veruleg hætta búin.

Bannið gildir þar til búið er að gera úrbætur og Vinnueftirlitið hefur leyft vinnu þar á ný. Þrátt fyrir framangreint bann er heimilt að vinna að úrbótum.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins