Fréttir

Bann við vinnu við roðflettivél

22.8.2018

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins hjá fyrirtækinu Hafið – fiskverslun ehf.  kom í ljós að engar öryggishlífar voru á roðflettivél (Baader 47) yfir valsi og hnífi vélarinnar. Því var notkun á roðflettivélinni bönnuð þar til öryggishlífar og neyðarstöðvun samræmast  reglugerð nr.  367/2006 um notkun tækja. 

Ekki má hefja vinnu við vélina fyrr en búið er að gera úrbætur í samræmi við fyrirmæli Vinnueftirlitsins og stofnunin hefur leyft vinnu við vélina á ný.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins