Fréttir

Bann við vinnu hjá VG verktökum ehf. að Gerðarbrunni 12-14

12.9.2018

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins að Gerðarbrunni 12 -14, þann 10. sept. sl., kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Var öll vinna bönnuð á vinnusvæðinu.

Vinnupallar við bygginguna voru óöryggir og víða engar fallvarnir, stigar voru ekki í samræmi við lámarkskröfur og aðrar umferðarleiðir ófullnægjandi. Þar sem veigamikil öryggisatriði eru í ólagi og öryggistjórnunarkerfi á vinnustað er alls ófullnægjandi metur Vinnueftirlitið það að veruleg hætta sé á ferðum fyrir líf og heilbrigði starfsmanna.

Framkvæmdin hafði ekki verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins. 

Öll vinna á verkpöllum og við byggingaframkvæmdir að Gerðarbrunni 12-14  er bönnuð þar til búið er að gera úrbætur í samræmi við fyrirmæli Vinnueftirlitsins og þar til banninu hefur verið aflétt af eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins.

Þrátt fyrir framangreint bann er heimilt að vinna að úrbótum.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins