Fréttir

Bann við vinnu hjá Tor ehf., að Eyrartröð 13 í Hafnarfirði

26.11.2018

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins hjá fyrirtækinu Tor ehf., við Eyrartröð 13 í Hafnarfirði, þann 13. nóvember sl., kom í ljós að búið var aftengja öryggisbúnað og opna hlífar á flatfisk-flökunarvél (Baader 176). Var því vinna bönnuð við vélina þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna var talin hætta búin við notkun hennar, sbr. heimild í 85. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Fyrirtækið hefur gert úrbætur á vélinni og hefur vinna verið leyfð að nýju.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins