Fréttir

Bann við vinnu hjá Reir verk ehf að Vegamótastíg 7-9

25.10.2018

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins hjá fyrirtækinu Reir verk ehf., við Vegamótastíg 7-9 í Reykjavík, þann 23. okt.sl., kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur.

Öll vinna var bönnuð við byggingaframkvæmdir, þar sem veigamikil öryggisatriðið voru í ólagi og aðbúnaður starfsmanna ófullnægjandi. Mat Vinnueftirlitið að veruleg hætta væri fyrir líf og heilbrigði starfsmanna.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins

Uppfært 29. október

Banni við vinnu að Vegamótastíg 7-9 hefur verið aflétt þar sem úrbætur hafa verið framkvæmdar.