Fréttir

Bann við vinnu hjá Pálmatré ehf að Austurvegi 41 á Selfossi

25.3.2019

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins hjá fyrirtækinu Pálmatré ehf. á byggingarvinnustað að Austurvegi 41, Selfossi kom í ljós að öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Var öll vinna bönnuð á verkstað þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna var talin hætta búin.

Bannið gildir þar til búið er að gera úrbætur og Vinnueftirlitið hefur leyft vinnu þar á ný. Þrátt fyrir framangreint bann er heimilt að vinna að úrbótum.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins

Uppfært 28. 2. 2019

Þann 25. mars 2019 var vinna við byggingaframkvæmdir að Austurvegi 41 heimiluð að nýju þar sem úrbætur höfðu verið gerðar á vinnupöllum og öðrum öryggisatriðum samkvæmt fyrirmælum Vinnueftirlitsins.