Fréttir

Bann við vinnu hjá Fylki ehf að Vesturbergi 195 í Reykjavík

24.5.2019

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins á byggingarvinnustað að Vesturbergi 195 í Reykjavík á vegum Fylkir ehf., kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur.

Var öll vinna bönnuð á verkstað þar sem líf og heilbrigði starfsmanna var talinn hætta búinn. Ekki má hefja vinnu á ný uns búið er að gera úrbætur í samræmi við eftirlitsskýrslu og Vinnueftirlitið hefur leyft vinnu þar á ný. Þrátt fyrir bannið er heimilt að vinna að úrbótum.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins

Uppfært 3. júní 2019

Vinna hefur verið leyfð á ný eftir að úrbætur voru gerðar á verkstað.