Fréttir

Bann við vinnu að Skútuvegi 6 hjá Anton ehf

12.10.2018

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins í fyrirtækið Anton ehf. Skútuvogi 6, kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Skráningaskyld vinnuvél var óskráð og þar með ekki skoðuð, auk þess sem réttindalaus starfsmaður var að vinna á réttindaskyldri vinnuvél. Var öll vinna bönnuð við umræddar vélar.

Vinnueftirlitið vill vekja athygli á því að atvinnurekendur bera ábyrgð á því að einungis starfsmenn með fullnægjandi þekkingu og réttindi stjórni vinnuvélum auk þess að hafa þær skráðar og skoðaðar.

Öll mál þar sem stjórnandi skráningarskyldrar vinnuvélar er án vinnuvélaréttinda eru kærð til lögreglu.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins