Fréttir

Bann við vinnu að Hafnarstræti 26 vegna skorts á fallvörnum

28.8.2018

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins að Hafnarstræti 26 á Akureyri, þann 27. ágúst sl. kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Var öll vinna bönnuð á vinnupöllum við húsið þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna var talin hætta búin vegna skorts á fallvörnum.

Ekki má hefja vinnu á ný fyrr en búið er að tryggja öryggi starfsmanna við verkið og Vinnueftirlitið hefur leyft vinnu þar á ný.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins.

Vinna heimiluð að nýju þann 28. ágúst

Daginn eftir, eða þann 28. ágúst, var vinna leyfð að nýju þar sem viðeigandi úrbætur höfðu verið gerðar á vinnupöllum og aðrar úrbætur samkvæmt fyrirmælum Vinnueftirlitsins hafa verið gerðar.