Fréttir

Bann við vinnu að Faxabraut 32 vegna skorts á fallvörnum

29.8.2018

Við skoðun Vinnueftirlitsins þann 28 ágúst var öll vinna á þaki hússins að Faxabraut 32 í Reykjanesbæ bönnuð þar sem öryggi starfsmanna hafði ekki verið tryggt með fullnægjandi fallvörnum. Verið var að vinna að þvotti á þaki hússins, sem er tveggja hæða íbúðarhús með risi. Engar ráðstafanir voru gerðar til að koma í veg fyrir fall af þakinu. Óheimilt er að hefja vinnu á ný á þaki hússins nema að fengnu samþykki Vinnueftirlitsins.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins.