Fréttir

Bann við vinnu

18.6.2018

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins að Urðarhvarfi 6 í Kópavogi, kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur.  Var öll vinna bönnuð á óvörðum svölum 9. hæðar og í stigum á neyðarsvölum hússins að Urðarhvarfi 6 þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna var talin hætta búin vegna skorts á fallvörnum.

Ekki má hefja vinnu á ný fyrr en búið er að tryggja öryggi starfsmanna við verkið og Vinnueftirlitið hefur leyft vinnu þar á ný.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins

Uppfært 19. júní 2018

Fyrirtækið hefur gert úrbætur og vinna hefur verið leyfð á ný.