Fréttir

Bann við markaðssetningu og notkun hitara hjá Cozy Campers ehf

29.6.2018

Við markaðseftirlit Vinnueftirlitsins kom í ljós að hitunarbúnaður af gerðinni Air 2KW Parking Heater er ekki í samræmi við reglugerð nr. 1005/2009 um vélar og tæknilegan búnað og því mögulega hættulegur. Búnaðurinn er framleiddur af JP China Trade Int‘l Co., LTD og Cozy Campers ehf. hefur flutt hann til landsins og notað í ferðarbíla með svefnaðstöðu sem fyrirtækið leigir út.

Af framangreindum ástæðum hefur Vinnueftirlitið bannað fyrirtækinu notkun þessa búnaðar og frekari markaðsetningu hans á Íslandi.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins