Fréttir

Banaslys við vinnu

29.6.2016

Mánudaginn 27. júní varð banaslys við vinnu í Reykjavík.

Verið var að endurnýja þak á iðnaðarhúsnæði.

Maður á sextugsaldri féll gegnum þakið og lést af völdum áverka sinna. Málið er til rannsóknar hjá Vinnueftirliti og lögreglu.