Fréttir

Atvinnuþátttaka barna- umgjörð, viðhorf og eftirlit

8.11.2018

Atvinnuthatttaka_barna_fundurUmboðsmaður barna, í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins, heldur fundinn Atvinnuþátttaka barna - umgjörð, viðhorf og eftirlit.

Mikil atvinnuþátttaka barna hér á landi vekur upp spurningar um hvernig þau eru undirbúin undir margvísleg störf, hvernig eftirliti er háttað, þekkingu atvinnulífsins á þeim reglum sem gilda um vinnu barna og þekkingu barnanna sjálfra á réttindum og skyldum.

Á fundinum verða kynntar niðurstöður úttektar á fyrirkomulagi vinnuskóla sveitarfélaganna fyrir 13-15 ára sem umboðsmaður barna stóð fyrir í sumar og einnig kynntar nýjar upplýsingar frá Hagstofunni um atvinnuþátttöku barna eftir atvinnugreinum og aldri. Þá fjalla fulltrúar Vinnueftirlitsins um þau lög og reglur sem gilda um vinnu barna og skráningu vinnuslysa. Loks taka til máls fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna og segja af reynslu sinni af vinnumarkaði og vinnuskóla.

Að loknum erindum verða pallborðsumræður með fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Háskóla Íslands, Samtökum atvinnulífsins og VR.

Upptaka frá fundinum