Fréttir

Alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti, 8. nóvember

8.11.2018

Í dag, 8. nóvember, er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti.

Einelti er oft falið vandamál og samfélagsmein sem allir geta verið sammála um að þurfi að útrýma úr vinnuumhverfinu. Vinnueftirlitið leggur mikla áherslu á að einelti, áreitni og ofbeldi eigi aldrei að líðast og vill stofnunin í því sambandi benda atvinnurekendum, stjórnendum og starfsfólki á íslenskum vinnumarkaði að kynna sér þau lög og reglur sem eiga við um sálfélagslegt vinnuumhverfi hér á landi.

Á heimasíðu Vinnueftirlitsins er einnig fræðsluefni og leiðir sem fjalla sérstaklega um forvarnir gegn athæfinu og allir ættu að kynna sér. Það er á ábyrgð okkar allra að tryggja gott vinnuumhverfi og því brýnt að sem flestir séu upplýstir um vandann og leiðir til þess að fyrirbyggja hann áður en skaðinn er skeður.