Fréttir: janúar 2018
Öll vinna bönnuð á þriðju hæð Austurvegar 38, Selfossi
Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins á þriðju hæð Austurvegar 38, Selfossi, þann 15. janúar 2018 kom í ljós að ekki höfðu verið gerðar úrbætur í samræmi við fyrirmæli stofnunarinnar varðandi vanbúnað brunastiga og flóttaleiðar.
Lesa meiraÁkveðið að sekta Stracta Hótel Hellu
Vinnueftirlitið hefur ákveðið að leggja dagsektir á fyrirtækið Stracta Hella ehf., sem rekur Stracta Hótel Hellu, vegna vanrækslu á að fara eftir fyrirmælum stofnunarinnar um úrbætur á aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi starfsmanna.
Námskeið til að gerast viðurkenndur þjónustuaðili í vinnuvernd
Vinnueftirlitið heldur námskeið fyrir þá sem vilja hljóta viðurkenningu sem sérfræðingar og þjónustuaðilar í vinnuvernd. Námskeiðið er dagana 24. til 26. janúar og er haldið í húsnæði Vinnueftirlitsins að Dvergshöfða 2. 2 hæð.