Fréttir: október 2015

Forgangsatriði fyrir vinnuverndarrannsóknir í Evrópu - 27.10.2015

Vinnuverndarstofnun Evrópu hefur tekið saman skýrslu til þess að skilgreina forgangsatriði í vinnuverndarrannsóknum fyrir árin 2013-2020.

Lesa meira

Streita á vinnustöðum - 16.10.2015

Streita á vinnustöðum er þema vinnuverndarvikunnar árin 2014 og 2015.  Hér er tilvísunin til óhóflegrar streitu en streita felur í sér viðbrögð okkar við álagi.  Byggt á þeirri skilgreiningu þá felur streita ekki endilega í sér neikvæða hættu með neikvæðum afleiðingum, en í mæltu máli þá erum við öllu jöfnu að vísa til óhóflegrar streitu.

Lesa meira

ADR – Flutningur á hættulegum farmi á vegum - 16.10.2015

Á hverju ári er flutt inn fleiri þúsund tonn af varningi sem flokkast sem hættulegur farmur. Þegar eldsneyti sem er sá hættulegi farmur sem fluttur er í mestu magni er tekið með hækkar sú tala umtalsvert. Þessi varningur kemur að mestu leyti til landsins með skipum en fer síðan í dreifingu með sendibílum, flutningabílum og tankbílum um höfuðborgarsvæðið og út á land og um nánast alla landsbyggðina. 

Lesa meira

Eiturlofttegundir í innilofti fjósa og fjárhúsa - 16.10.2015

Inniloftsmengun getur orðið hættuleg í fjósum og haughúsum eins og bændur hafa fengið að reyna í aldir. Er það fyrst og fremst hin eitraða lofttegund brennisteinsvetni sem veldur mestri hættu. Sem betur fer er sterk (skíta-) lykt af brennisteinsvetninu svo menn fá viðvörun. En ef styrkur er mikill, yfir 100 ppm (milljónustu) lamast lyktarskynið og hættan stóreykst.

Lesa meira

Leiðbeiningar um vinnu við hjólbarða og felgur - 16.10.2015

Alvarleg slys hafa orðið gegnum tíðina við vinnu með hjólbarða og felgur. Felgur hafa brostið eða láshringir þeyst af þeim. Loftfylltur hjólbarði er eins og hvert annað þrýstihylki sem getur sprungið.  

Lesa meira

Aðferðir við mat á kostnaði slysa og vanheilsu á vinnustöðum - 16.10.2015

Kostnaðurinn við vinnutengd slys og sjúkdóma getur verið verulegur. Árið 2007 urðu 5.580 banaslys á vinnustöðum Í ESB löndunum 27 og 2,9 % vinnuaflsins varð fyrir slysi á vinnustaðnum sem leiddi til fleiri en þriggja daga fjarveru.  Auk þess áttu um 23 milljónir einstaklinga við heilsufarsvandamál að stríða sem orsökuðust af eða versnuðu af völdum vinnu þeirra á 12 mánaða tímabili.

Lesa meira

Stigar eru hvorki sexí né töff - þeir eru hættulegir - 16.10.2015

Iðnmeistarinn sendir rafvirkja til þess að tengja ljósakrónu fyrir viðskipavin. Trappan sem rafvirkinn er með er of stutt. Á þessari stundu þarf hann að taka ákvörðun um hvort hann vilji slaka á öryggisköfum og hengja ljósakrónuna upp frá efsta þrepi eða keyra til baka og sækja nýja hærri tröppu. 

Lesa meira

Verkur í hnakkanum – af hverju? - 16.10.2015

Jón vinnur langan vinnudag, stöðugt að streða við að ná að klára verkefnin sem eru á lokaskilum en það er endalaus röð verkefna sem bíður sem virðist engan enda ætla að taka. “Hálsinn á mér er alltaf aumur en ég skil ekki af hverju. Ég er vissulega stressaður yfir þessu vinnuálagi en hver er það ekki þessa dagana?

Lesa meira

Slysahætta við Oddgeirs-hausara - 1.10.2015

Vinnueftirlitið hefur vitneskju um að svokallaðir Oddgeirs-hausarar séu á markaði og í notkun á Íslandi. Oddgeirs-hausarar eru m.a. hættulegir vegna þess að starfsfólk getur komist inn á hættusvæði vélanna án þess að þær stöðvist.

Lesa meira