Fréttir: febrúar 2015

Nanó efni - hvað er það? - 6.2.2015

Notkun á nanóefnum er alltaf að verða algengari á vinnustöðum og verðum við hjá Vinnueftirlitinu vör við aukna umræðu tengda þessum efnum. Það sem helst virðist brenna á hinum almenna starfsmanni eru spurningar eins og hvað eru nanóefni, í hvað eru þau notuð, hvað vitum við mikið um þau og eru þau hættuleg? Lesa meira

Hugleiðingar um verk- og vinnupalla - 6.2.2015

Nú er byggingariðnaðurinn farinn að taka vel við sér og spenna að myndast í greininni vegna verkefna sem framundan eru. Þá er rétt að stoppa aðeins og líta um öxl og meta hvað þarf að varast í þessari uppsveiflu sem nú er í gangi. Lesa meira

Atvinnusjúkdómar og frumvarp um slysatryggingar - 6.2.2015

Í frumvarpi til laga um slysatryggingar almannatrygginga(mál 402), sem liggur nú fyrir Alþingi kemur fram í 6. mgr. 5. gr. að ákveða skuli með reglugerð að tilteknir atvinnusjúkdómar skuli teljast bótaskyldir. Sambærilegt ákvæði er í núverandi lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar (6. mgr. 27. gr.).  Slík reglugerð hefur ekki verið sett. Lesa meira

Starfstengd þreyta vaktavinnufólks - 6.2.2015

Fjölmargar starfsstéttir sinna vakta- og næturvinnu. Má þar nefna hjúkrunarfræðinga, lækna, lögreglu, flugumferðastjóra og flugáhafnir. Þessar stéttir eiga það allar sameiginlegt að þurfa að vera hæfar til þess að bregðast snöggt við mismunandi aðstæðum.

Lesa meira