Fréttir: 2015

Heimsókn frá Eistlandi - 9.12.2015

Dagana 23. - 26. nóvember 2015 dvöldu hjá Vinnueftirlitinu þrír starfsmenn frá Tæknieftirlitsstofnun Eistlands, (Estonia Technical Surveillance Authority, tja.ee ).

Lesa meira

MSRA, sýklalyfjaþolnir gerlar - 2.12.2015

Á fundi vinnueftirlita Norðurlanda í október sl. var sagt frá stöðu mála hvað varðar sýklalyfjaþolna gerla.

Lesa meira

Laust starf á Selfossi - 1.12.2015

Vinnueftirlitið óskar eftir að ráða eftirlitsmann til starfa við fyrirtækjaeftirlit með aðsetur á Selfossi.

Lesa meira

Námskeið í janúar - Heilsueflandi vinnustaður - 1.12.2015

Dagana 14.-15. janúar fer fram skemmtilegt námskeið fyrir hressa mannauðsstjóra, sérfræðinga, stjórnendur og leiðtoga á íslenskum vinnustöðum.

Lesa meira

Forgangsatriði fyrir vinnuverndarrannsóknir í Evrópu - 27.10.2015

Vinnuverndarstofnun Evrópu hefur tekið saman skýrslu til þess að skilgreina forgangsatriði í vinnuverndarrannsóknum fyrir árin 2013-2020.

Lesa meira

Streita á vinnustöðum - 16.10.2015

Streita á vinnustöðum er þema vinnuverndarvikunnar árin 2014 og 2015.  Hér er tilvísunin til óhóflegrar streitu en streita felur í sér viðbrögð okkar við álagi.  Byggt á þeirri skilgreiningu þá felur streita ekki endilega í sér neikvæða hættu með neikvæðum afleiðingum, en í mæltu máli þá erum við öllu jöfnu að vísa til óhóflegrar streitu.

Lesa meira

ADR – Flutningur á hættulegum farmi á vegum - 16.10.2015

Á hverju ári er flutt inn fleiri þúsund tonn af varningi sem flokkast sem hættulegur farmur. Þegar eldsneyti sem er sá hættulegi farmur sem fluttur er í mestu magni er tekið með hækkar sú tala umtalsvert. Þessi varningur kemur að mestu leyti til landsins með skipum en fer síðan í dreifingu með sendibílum, flutningabílum og tankbílum um höfuðborgarsvæðið og út á land og um nánast alla landsbyggðina. 

Lesa meira

Eiturlofttegundir í innilofti fjósa og fjárhúsa - 16.10.2015

Inniloftsmengun getur orðið hættuleg í fjósum og haughúsum eins og bændur hafa fengið að reyna í aldir. Er það fyrst og fremst hin eitraða lofttegund brennisteinsvetni sem veldur mestri hættu. Sem betur fer er sterk (skíta-) lykt af brennisteinsvetninu svo menn fá viðvörun. En ef styrkur er mikill, yfir 100 ppm (milljónustu) lamast lyktarskynið og hættan stóreykst.

Lesa meira

Leiðbeiningar um vinnu við hjólbarða og felgur - 16.10.2015

Alvarleg slys hafa orðið gegnum tíðina við vinnu með hjólbarða og felgur. Felgur hafa brostið eða láshringir þeyst af þeim. Loftfylltur hjólbarði er eins og hvert annað þrýstihylki sem getur sprungið.  

Lesa meira

Aðferðir við mat á kostnaði slysa og vanheilsu á vinnustöðum - 16.10.2015

Kostnaðurinn við vinnutengd slys og sjúkdóma getur verið verulegur. Árið 2007 urðu 5.580 banaslys á vinnustöðum Í ESB löndunum 27 og 2,9 % vinnuaflsins varð fyrir slysi á vinnustaðnum sem leiddi til fleiri en þriggja daga fjarveru.  Auk þess áttu um 23 milljónir einstaklinga við heilsufarsvandamál að stríða sem orsökuðust af eða versnuðu af völdum vinnu þeirra á 12 mánaða tímabili.

Lesa meira

Stigar eru hvorki sexí né töff - þeir eru hættulegir - 16.10.2015

Iðnmeistarinn sendir rafvirkja til þess að tengja ljósakrónu fyrir viðskipavin. Trappan sem rafvirkinn er með er of stutt. Á þessari stundu þarf hann að taka ákvörðun um hvort hann vilji slaka á öryggisköfum og hengja ljósakrónuna upp frá efsta þrepi eða keyra til baka og sækja nýja hærri tröppu. 

Lesa meira

Verkur í hnakkanum – af hverju? - 16.10.2015

Jón vinnur langan vinnudag, stöðugt að streða við að ná að klára verkefnin sem eru á lokaskilum en það er endalaus röð verkefna sem bíður sem virðist engan enda ætla að taka. “Hálsinn á mér er alltaf aumur en ég skil ekki af hverju. Ég er vissulega stressaður yfir þessu vinnuálagi en hver er það ekki þessa dagana?

Lesa meira

Slysahætta við Oddgeirs-hausara - 1.10.2015

Vinnueftirlitið hefur vitneskju um að svokallaðir Oddgeirs-hausarar séu á markaði og í notkun á Íslandi. Oddgeirs-hausarar eru m.a. hættulegir vegna þess að starfsfólk getur komist inn á hættusvæði vélanna án þess að þær stöðvist.

Lesa meira

Ráðstefna um streitu og hávaða haldin á Akureyri - 24.9.2015

Vinnueftirlitið, Háskólinn á Akureyri og Kennarasamband Íslands standa fyrir sameiginlegri ráðstefnu miðvikudaginn 30. september nk. kl. 9 – 12.

Lesa meira

Námskeið fyrir sendendur hættulegs varnings - 3.9.2015

Þegar hættulegur farmur er búinn til sendingar er skylt að fara eftir svokölluðum ADR-reglum.

Lesa meira

Ársskýrsla 2014 - 31.8.2015

Út er komin Ársskýrsla Vinneftirlitsins fyrir árið 2014. Að vanda er farið yfir starfsemina á árinu og tölulegar upplýsingar um ýmis málefni svo sem slys, eftirlitsheimsóknir og námskeiðahald.

Lesa meira

Slys við rúllustiga - 6.8.2015

Nokkur umræða hefur verið undanfarið um öryggi við notkun rúllustiga. Almennt eru rúllustigar örugg tæki en eins og með allar vélar og tæki þarf að gæta varúðar við notkun þeirra.

Lesa meira

Vinna í hæð - 4.8.2015

Á árinu 2014 höfðu alls 85 einstaklingar ekki hafið starf aftur eftir slys við vinnu í hæð.

Lesa meira

Ný lög hafa tekið gildi - 31.7.2015

lög nr. 80/2015 sem m.a. breyta lögunum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 (vinnuverndarlögunum) hafa verið birt í Stjórnartíðindum og tekið gildi.

Lesa meira

Vinnu- og hvíldartími - Dreifibréf - 20.7.2015

Mikill vöxtur er í ferðaþjónustu um þessar mundir og hefur mannaflaþörf aukist því samfara. Af þessu tilefni vill Vinnueftirlitið vekja athygli veitinga- og gististaða á þeim ákvæðum sem gilda um vinnutíma en stofnunin hefur eftirlit með því að þeim sé fylgt.

Lesa meira

Öryggismál í byggingariðnaði - 7.7.2015

Vegna uppsveiflu í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð nú, eftir lægð frá árinu 2008, vill Vinnueftirlitið brýna fyrir verkkaupum, verktökum og öðrum hagsmunaaðilum að huga vel að vinnuverndarmálum.

Lesa meira

Önnur fyrirtækjakönnun Evrópu - 1.7.2015

Nú styttist í Vinnuverndarvikuna 2015 en í ár eins og í fyrra er þemað stjórnun streitu og andlegrar- og félagslegrar áhættu á vinnustöðum. Í lok síðasta mánaðar birti Vinnuverndarstofnun Evrópu helstu niðurstöður úr annarri fyrirtækjakönnun Evrópu(ESENER-2) um nýjar og aðsteðjandi hættur en hún var framkvæmd á hátt í 50.000 vinnustöðum í 36 löndum og þar á meðal á Íslandi.

Lesa meira

Eftirlitsátak í fiskvinnslu 2015 - 11.6.2015

Hertar aðgerðir vegna skorts á öryggi.

Lesa meira

Styrkir til verkefna í vinnuvernd - 28.4.2015

Vinnuumhverfisnefnd Norrænu ráðherranefndarinnar veitir styrki til verkefna á sviði vinnuverndar

Lesa meira

Nýtt verkfæri fyrir áhættumat - 24.4.2015

Gagnvirkt áhættumat fyrir vinnu á skrifstofu.

Lesa meira

Líðan og heilsa starfsfólks í fjármálafyrirtækjum eftir hrun - 21.4.2015

Samanburður á líðan og heilsu þess starfsfólks í bönkum eftir hrun sem hélt störfum og þeirra sem misstu starf

Lesa meira

Hætta tengd eldri gasofnum - 9.4.2015

Möguleiki á gasleka í THERM X gasofnum

Lesa meira

Fjölgun slysa í fiskvinnslu - 27.3.2015

Vinnuslysum í fiskvinnslu hefur fjölgað síðustu ár. Slysin tengjast oft vélum og tækjum og algengast er að fólk yngra en 25 ára slasist. Vinnueftirlitið kallaði forsvarsmenn fiskvinnslunnar og verkalýðshreyfingarinnar til fundar 2013 og upplýsti um stöðuna.

Lesa meira

Námskeið fyrir framleiðendur og innflytjendur véla - 5.3.2015

CE merking véla - hvað þarf að gera og hvernig?

Lesa meira

Ný reglugerð um vélknúin leiktæki - 2.3.2015

Reglugerðin gildir um stærri gerðir vélknúinna leiktækja

Lesa meira

Nanó efni - hvað er það? - 6.2.2015

Notkun á nanóefnum er alltaf að verða algengari á vinnustöðum og verðum við hjá Vinnueftirlitinu vör við aukna umræðu tengda þessum efnum. Það sem helst virðist brenna á hinum almenna starfsmanni eru spurningar eins og hvað eru nanóefni, í hvað eru þau notuð, hvað vitum við mikið um þau og eru þau hættuleg? Lesa meira

Hugleiðingar um verk- og vinnupalla - 6.2.2015

Nú er byggingariðnaðurinn farinn að taka vel við sér og spenna að myndast í greininni vegna verkefna sem framundan eru. Þá er rétt að stoppa aðeins og líta um öxl og meta hvað þarf að varast í þessari uppsveiflu sem nú er í gangi. Lesa meira

Atvinnusjúkdómar og frumvarp um slysatryggingar - 6.2.2015

Í frumvarpi til laga um slysatryggingar almannatrygginga(mál 402), sem liggur nú fyrir Alþingi kemur fram í 6. mgr. 5. gr. að ákveða skuli með reglugerð að tilteknir atvinnusjúkdómar skuli teljast bótaskyldir. Sambærilegt ákvæði er í núverandi lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar (6. mgr. 27. gr.).  Slík reglugerð hefur ekki verið sett. Lesa meira

Starfstengd þreyta vaktavinnufólks - 6.2.2015

Fjölmargar starfsstéttir sinna vakta- og næturvinnu. Má þar nefna hjúkrunarfræðinga, lækna, lögreglu, flugumferðastjóra og flugáhafnir. Þessar stéttir eiga það allar sameiginlegt að þurfa að vera hæfar til þess að bregðast snöggt við mismunandi aðstæðum.

Lesa meira