Fréttir: nóvember 2014

Hámarksvinnutími samkvæmt lögum er 48 klst á viku - 28.11.2014

Í umræðunni að undanförnu hefur komið fram að innan heilbrigðiskerfisins þekkist að starfsfólk vinni umtalsverða yfirvinnu. Að gefnu tilefni vill Vinnueftirlitið minna á að í 55. gr. vinnuverndarlaganna (lög nr. 46/1980) kemur fram að hámarksvinnutími starfsfólks að yfirvinnu meðtalinni, skuli ekki fara fram yfir 48 klst. á viku að meðaltali á hverju fjögurra mánaða tímabili.

Lesa meira

Notum réttan búnað við hífingar - 26.11.2014

Krókar, blakkir og annar ásláttarbúnaður til nota við hífingar í landi, er framleiddur samkvæmt tilteknum kröfum. Kröfunum er lýst í vélatilskipun ESB sem gildir á öllu EES-svæðinu, þar með talið hér á landi, en hér er tilskipunin innleidd með reglugerð nr. 1005/2009 um vélar og tæknilegan búnað.

Lesa meira

Fundur um brennisteinsmengun frá eldgosinu - 18.11.2014

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samvinnu við Veðurstofu Íslands, Umhverfisstofnun, Embætti Sóttvarnarlæknis og Vinnueftirlit ríkisins boða til opins upplýsingafundar vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni.

Lesa meira

Flutningur svæðisskrifstofu á Suðurlandi - 14.11.2014

Svæðisskrifstofa Vinnueftirlitsins á Suðurlandi hefur verið flutt frá Hveragerði til Selfoss.

Lesa meira

Heilsufarsskoðanir starfsmanna á gosstöðvum - 7.11.2014

Ljóst er að einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma eða veikindi eiga ekki að vera á vettvangi gosstöðvanna við störf.

Lesa meira

Dagur gegn einelti - 5.11.2014

Morgunverðarfundur 7. nóvember 2014

Lesa meira