Fréttir: janúar 2013

Fréttatilkynning - 30.1.2013

Umsókn um viðurkenningu sérfræðings og þjónustuaðila á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum Lesa meira

CE merking véla - Hvað þarf að gera og hvernig? - 29.1.2013

Staðlaráð í samstarfi við Vinnueftirlitið mun halda námskeið 3. og 4. október nk. fyrir framleiðendur og innflytjendur véla. Markmiðið er að þátttakendur verði færir um að greina hvort vörur falli undir reglugerð um vélar og tæknilegan búnað, sbr. vélatilskipun ESB, og læri hvernig á að CE-merkja slíkar vörur.

Lesa meira

Skýrslur evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar um heilsueflingu á vinnustöðum - 24.1.2013

Tvær nýjar skýrslur hafa verið gefnar út á vegum Evrópsku Vinnuverndarstofnunarinnar sem fjalla um heilseflingu á vinnustöðum og byggja báðar á samantekt af fræðilegu efni sem birt hefur verið um heilsueflingu á vinnustöðum. 
 
Lesa meira

Óhapp í rennistiga - 3.1.2013

Nýlega varð óhapp í rennistiga í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði þegar barn festi stígvél í stiganum en móðirin náði að losa barnið áður en alvarleg meiðsli hlutust af. Í ljósi umrædds óhapps er Vinnueftirlitið að yfirfara verklag við skoðun á rennistigum.
Lesa meira