Fréttir: október 2012

ADR-réttindi til flutnings á hættulegum farmi - 29.10.2012

Vinnueftirlitið fyrirhugar að halda námskeið í Reykjavík ef næg þátttaka fæst fyrir þá er öðlast vilja réttindi til að flytja hættulegan farm á Íslandi og annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi. Lesa meira

Fjölmenn vinnuverndarráðstefna í tilefni vinnuverndarvikunnar 2012 - 23.10.2012

Í dag, þriðjudaginn 23. október, var haldin fjölmenn vinnuverndarráðstefna á Grand Hótel í tilefni Evrópsku vinnuverndarvikunnar sem stendur yfir dagana 22.-26. október undir yfirskriftinni VINNUVERND ? ALLIR VINNA. Ráðstefnugestir voru 110 úr margvíslegum geirum atvinnulífsins. Ráðstefnan var send út í streymi þannig að hægt var að fylgjast með henni um allt land. Flutt voru fimm mjög áhugaverð erindi og viðurkenningar veittar fyrirtækjum sem eru til fyrirmyndar á sviði vinnuverndar. Tvö fyrirtæki voru tilnefnd fyrir Íslands hönd til að taka þátt í Evrópukeppni í vinnuvernd.

Lesa meira

Allir vinna! Ráðstefna á Grand Hótel þriðjudaginn 23. október nk. - 18.10.2012

Árlega er haldin Evrópsk vinnuverndarvika undir forystu Evrópsku vinnuverndar-stofnunarinnar og nú er vikan dagana 22.-26. október nk. og verður haldin ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 23. október. Starfshópur skipaður fulltrúum atvinnulífsins og Vinnueftirlitsins sér um framkvæmd verkefnisins hér á landi. Lesa meira

Neyðarstopp er ekki hlíf! - 16.10.2012

Neyðarstopp og hlíf er alls ekki sami hluturinn enda grundvallarmunur á virkni þeirra. Vélar sem framleiddar og markaðssettar eru á árinu 2010 eða síðar þurfa að vera þannig að þær séu varðar, t.d. með hlífum yfir hættusvæðum og ekki er nægilegt að vera eingöngu með neyðarstopp. Lesa meira

Allir vinna! - Ráðstefna Evrópsku vinnuverndarvikunnar þriðjudaginn 23. október 2012 - 15.10.2012

Árlega er haldin Evrópsk vinnuverndarvika undir forystu Evrópsku vinnuverndar-stofnunarinnar og nú er vikan dagana 22.-26. október nk. og verður haldin ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 23. október. Starfshópur skipaður fulltrúum atvinnulífsins og Vinnueftirlitsins sér um framkvæmd verkefnisins hér á landi. Lesa meira

Það er heilsusamlegt að vinna! - 1.10.2012

Í síðustu viku hélt Vinnueftirlitið í samstarfi við Norrænu menntastofnunina um vinnuvernd, NIVA, námskeið um farsæla endurkomu til vinnu. Námskeiðið var vel sótt bæði af innlendum og erlendum þátttakendum.
Lesa meira

Fjárhagslegur ávinningur af vinnuvernd - 1.10.2012

Vinnuslys og vinnutengd vanheilsa valda fyrirtækjum, einstaklingum og þjóðfélögum miklum kostnaði. Nýjar rannsóknir sýna að ávinningur af kerfisbundnu vinnuverndarstarfi er verulegur. Lesa meira

CE merking véla - Hvað þarf að gera og hvernig? - 1.10.2012

Staðlaráð í samstarfi við Vinnueftirlitið mun halda námskeið 3. og 4. október nk. fyrir framleiðendur og innflytjendur véla. Markmiðið er að þátttakendur verði færir um að greina hvort vörur falli undir reglugerð um vélar og tæknilegan búnað, sbr. vélatilskipun ESB, og læri hvernig á að CE-merkja slíkar vörur.
Lesa meira