Fréttir: apríl 2012

Eflum vinnuvernd í grænu hagkerfi - 27.4.2012

Fyrirsögnin er kjörorð Alþjóða Vinnumálastofnunarinnar á árlegum Vinnuverndardegi stofnunarinnar sem er 28. apríl 2012. Kjörorð þessa dags fellur vel að þeirri stefnu sem Vinnueftirlitið sem stofnun vill hafa í okkar samfélagi.
Nánar má lesa um daginn á heimasíðu Alþjóða Vinnumálastofnunarinnar hér: World Day for Safety and Health at Work in 2012: Promoting safety and health in a green economy

Lesa meira

Útsend dreifibréf vegna vinnu í jarðefnanámum og við löndun úr skipum - 18.4.2012

Vinnueftirlitið hefur sent út dreifibréf um öryggisráðstafanir við vinnu í jarðefnanámum, þ.e. grjót-, malar- og sandnám í tilefni af vinnuslysum sem orðið hafa við jarðefnanám á undanförnum mánuðum.
Þá hafa Vinnueftirlitið og Siglingastofnun sent út dreifibréf varðandi ásláttarbúnað og verklag við löndun úr skipum og bátum, t.d. með fiskkerum.

Lesa meira

Evrópubúar telja að vinnutengd streita muni aukast mikið á næstu árum - 2.4.2012

Í nýrri könnun sem gerð var á vegum evrópsku vinnuverndar-stofnunarinnar (EU-OSHA) meðal 36 Evrópulanda, kemur fram að 77% þátttakenda allra landanna telja að vinnutengd streita muni aukast mjög mikið eða fremur mikið á næstu árum.
Lesa meira