Fréttir: apríl 2012
Eflum vinnuvernd í grænu hagkerfi
Fyrirsögnin er kjörorð Alþjóða Vinnumálastofnunarinnar á árlegum Vinnuverndardegi stofnunarinnar sem er 28. apríl 2012. Kjörorð þessa dags fellur vel að þeirri stefnu sem Vinnueftirlitið sem stofnun vill hafa í okkar samfélagi.
Nánar má lesa um daginn á heimasíðu Alþjóða Vinnumálastofnunarinnar hér: World Day for Safety and Health at Work in 2012: Promoting safety and health in a green economy
Útsend dreifibréf vegna vinnu í jarðefnanámum og við löndun úr skipum
Vinnueftirlitið hefur sent út dreifibréf um öryggisráðstafanir við vinnu í jarðefnanámum, þ.e. grjót-, malar- og sandnám í tilefni af vinnuslysum sem orðið hafa við jarðefnanám á undanförnum mánuðum.
Þá hafa Vinnueftirlitið og Siglingastofnun sent út dreifibréf varðandi ásláttarbúnað og verklag við löndun úr skipum og bátum, t.d. með fiskkerum.