Fréttir: febrúar 2012

ESB bannar samsettan skurðarbúnað á vélorf þar sem slíkur búnaður telst augljóslega hættulegur - 3.2.2012

Sláttuorf eða vélorf eru nokkuð algeng hérlendis. Eru þau yfirleitt markaðssett með skurðarbúnaði sem er snúningshaus með nælonþræði eða þá með heilu málmblaði. Framleiðendur orfanna gera við hönnun þeirra ráð fyrir hættu sem af þeim stafar, m.a. af völdum frákasts og bregðast við henni með viðeigandi ráðstöfunum, t.d. með því að hanna vélorfin með hlífum til að fyrirbyggja slys af völdum þessarar hættu.
Lesa meira