Fréttir: 2012

Eineltisdagurinn er í dag 8. nóvember! - 8.11.2012

Í tilefni af eineltisdeginum 8. nóvember vill Vinnueftirlitið vekja athygli á þýðingu þess að eiga jákvæð samskipti.
 
Lesa meira

ADR-réttindi til flutnings á hættulegum farmi - 29.10.2012

Vinnueftirlitið fyrirhugar að halda námskeið í Reykjavík ef næg þátttaka fæst fyrir þá er öðlast vilja réttindi til að flytja hættulegan farm á Íslandi og annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi. Lesa meira

Fjölmenn vinnuverndarráðstefna í tilefni vinnuverndarvikunnar 2012 - 23.10.2012

Í dag, þriðjudaginn 23. október, var haldin fjölmenn vinnuverndarráðstefna á Grand Hótel í tilefni Evrópsku vinnuverndarvikunnar sem stendur yfir dagana 22.-26. október undir yfirskriftinni VINNUVERND ? ALLIR VINNA. Ráðstefnugestir voru 110 úr margvíslegum geirum atvinnulífsins. Ráðstefnan var send út í streymi þannig að hægt var að fylgjast með henni um allt land. Flutt voru fimm mjög áhugaverð erindi og viðurkenningar veittar fyrirtækjum sem eru til fyrirmyndar á sviði vinnuverndar. Tvö fyrirtæki voru tilnefnd fyrir Íslands hönd til að taka þátt í Evrópukeppni í vinnuvernd.

Lesa meira

Allir vinna! Ráðstefna á Grand Hótel þriðjudaginn 23. október nk. - 18.10.2012

Árlega er haldin Evrópsk vinnuverndarvika undir forystu Evrópsku vinnuverndar-stofnunarinnar og nú er vikan dagana 22.-26. október nk. og verður haldin ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 23. október. Starfshópur skipaður fulltrúum atvinnulífsins og Vinnueftirlitsins sér um framkvæmd verkefnisins hér á landi. Lesa meira

Neyðarstopp er ekki hlíf! - 16.10.2012

Neyðarstopp og hlíf er alls ekki sami hluturinn enda grundvallarmunur á virkni þeirra. Vélar sem framleiddar og markaðssettar eru á árinu 2010 eða síðar þurfa að vera þannig að þær séu varðar, t.d. með hlífum yfir hættusvæðum og ekki er nægilegt að vera eingöngu með neyðarstopp. Lesa meira

Allir vinna! - Ráðstefna Evrópsku vinnuverndarvikunnar þriðjudaginn 23. október 2012 - 15.10.2012

Árlega er haldin Evrópsk vinnuverndarvika undir forystu Evrópsku vinnuverndar-stofnunarinnar og nú er vikan dagana 22.-26. október nk. og verður haldin ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 23. október. Starfshópur skipaður fulltrúum atvinnulífsins og Vinnueftirlitsins sér um framkvæmd verkefnisins hér á landi. Lesa meira

Það er heilsusamlegt að vinna! - 1.10.2012

Í síðustu viku hélt Vinnueftirlitið í samstarfi við Norrænu menntastofnunina um vinnuvernd, NIVA, námskeið um farsæla endurkomu til vinnu. Námskeiðið var vel sótt bæði af innlendum og erlendum þátttakendum.
Lesa meira

Fjárhagslegur ávinningur af vinnuvernd - 1.10.2012

Vinnuslys og vinnutengd vanheilsa valda fyrirtækjum, einstaklingum og þjóðfélögum miklum kostnaði. Nýjar rannsóknir sýna að ávinningur af kerfisbundnu vinnuverndarstarfi er verulegur. Lesa meira

CE merking véla - Hvað þarf að gera og hvernig? - 1.10.2012

Staðlaráð í samstarfi við Vinnueftirlitið mun halda námskeið 3. og 4. október nk. fyrir framleiðendur og innflytjendur véla. Markmiðið er að þátttakendur verði færir um að greina hvort vörur falli undir reglugerð um vélar og tæknilegan búnað, sbr. vélatilskipun ESB, og læri hvernig á að CE-merkja slíkar vörur.
Lesa meira

Varðandi breytingar á eldri skíðalyftum - 20.9.2012

Að gefnu tilefni vill Vinnueftirlitið verkja athygli á að verulegar breytingar á eldri lyftum á skíðasvæðum, gerir að verkum að uppfæra þarf lyfturnar þannig að þær verði í samræmi við kröfur þær sem gerðar eru í reglugerð nr. 668/2002 um togbrautarbúnað til fólksflutninga. Á þetta t.d. við um þau tilvik þegar eldri skíðalyftur á skíðasvæðum eru fluttar á milli skíðasvæða eða færðar innan svæðis. Lesa meira

Nýr kynningarbæklingur fyrir Vinnueftirlitið - 15.8.2012

Út er kominn nýr kynningarbæklingur um hlutverk og helstu verkefni Vinnueftirlitsins.

Lesa meira

Vinna barna og ungmenna við barnagæslu - 19.7.2012

Vinnueftirlitinu hefur borist ábending um að undanförnu hafi birst auglýsingar þar sem börn allt niður í 10 ára aldur bjóði fram þjónustu sína við barnagæslu. Lesa meira

Athugasemdir við þáttinn „Gulli byggir“ - 16.7.2012

Undanfarnar vikur hafa verið sýndir þættir sem nefnast „Gulli Byggir“ hjá Ríkisútvarpinu sjónvarp. Í þáttunum eru áhorfendum kynnt ýmis vinnubrögð er lúta að byggingar- og mannvirkjagerð og þá fyrst og fremst viðhaldi og endurbótum á húsnæði.
Starfsmenn Vinnueftirlitsins hafa skoðað tvo nýlega þætti og gera við þá alvarlegar athugasemdir sem hafa verið sendar yfirmönnum RÚV.
Athugasemdir fylgja hér með.

Lesa meira

CE-merkingar - 13.6.2012

CE-merkið staðfestir að vara uppfylli lágmarkskröfur "nýaðferðartilskipunar" og heimilar um leið frjálst flæði vörunnar innan sameiginlegs markaðar EES/ESB Lesa meira

Sýslumaðurinn á Blönduósi og Vinnueftirlitið gera samning um innheimtu dagsekta - 9.6.2012

Vinnueftirlitið og Sýslumaðurinn á Blönduósi, fyrir hönd Innheimtumiðstöðvar embættisins (IMST), hafa gert með sér samstarfssamning um sektarinnheimtu. Í samningnum felst m.a. að IMST tekur að sér innheimtu á dagsektum sem Vinnueftirlitið beitir. Lesa meira

Eflum vinnuvernd í grænu hagkerfi - 27.4.2012

Fyrirsögnin er kjörorð Alþjóða Vinnumálastofnunarinnar á árlegum Vinnuverndardegi stofnunarinnar sem er 28. apríl 2012. Kjörorð þessa dags fellur vel að þeirri stefnu sem Vinnueftirlitið sem stofnun vill hafa í okkar samfélagi.
Nánar má lesa um daginn á heimasíðu Alþjóða Vinnumálastofnunarinnar hér: World Day for Safety and Health at Work in 2012: Promoting safety and health in a green economy

Lesa meira

Útsend dreifibréf vegna vinnu í jarðefnanámum og við löndun úr skipum - 18.4.2012

Vinnueftirlitið hefur sent út dreifibréf um öryggisráðstafanir við vinnu í jarðefnanámum, þ.e. grjót-, malar- og sandnám í tilefni af vinnuslysum sem orðið hafa við jarðefnanám á undanförnum mánuðum.
Þá hafa Vinnueftirlitið og Siglingastofnun sent út dreifibréf varðandi ásláttarbúnað og verklag við löndun úr skipum og bátum, t.d. með fiskkerum.

Lesa meira

Evrópubúar telja að vinnutengd streita muni aukast mikið á næstu árum - 2.4.2012

Í nýrri könnun sem gerð var á vegum evrópsku vinnuverndar-stofnunarinnar (EU-OSHA) meðal 36 Evrópulanda, kemur fram að 77% þátttakenda allra landanna telja að vinnutengd streita muni aukast mjög mikið eða fremur mikið á næstu árum.
Lesa meira

Hæstiréttur dæmdi bætur manni sem kól á höndum og fótum við vinnu sína - 19.3.2012

Hæstiréttur dæmdi manninum bætur úr hendi vinnuveitanda en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað vinnuveitanda mannsins af bótakröfum hans. Lesa meira

Frábært framtak! - 16.3.2012

Fyrirtækið Vörumiðlun hefur ákveðið að allir bílstjórar fyrirtækisins skuli hafa svokölluð ADR-réttindi fyrir flutning á hættulegum farmi en ADR-réttindi gilda á evrópska efnahagssvæðinu. Lesa meira

Rúmfatalagerinn og Aðföng innkalla rjómasprautur - 1.3.2012

Vinnueftirlitinu bárust nýlega upplýsingar um óhöpp og slys sem orðið hafa í tengslum við ákveðna gerð af  rjómasprautum. Umræddar rjómasprautur hafa meðal annars verið seldar undir tegundarheitinu EXCELLENT HOUSWARE hér á landi og Equinox í Evrópu. Lesa meira

ESB bannar samsettan skurðarbúnað á vélorf þar sem slíkur búnaður telst augljóslega hættulegur - 3.2.2012

Sláttuorf eða vélorf eru nokkuð algeng hérlendis. Eru þau yfirleitt markaðssett með skurðarbúnaði sem er snúningshaus með nælonþræði eða þá með heilu málmblaði. Framleiðendur orfanna gera við hönnun þeirra ráð fyrir hættu sem af þeim stafar, m.a. af völdum frákasts og bregðast við henni með viðeigandi ráðstöfunum, t.d. með því að hanna vélorfin með hlífum til að fyrirbyggja slys af völdum þessarar hættu.
Lesa meira

Forvarnarráðstefna VÍS og VER - 27.1.2012

Fimmtudaginn 2. febrúar, verður árleg ráðstefna um forvarnar- og öryggismál fyrirtækja haldin á vegum VÍS og Vinnueftirlitsins. Lesa meira