Fréttir: október 2011

Val á fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2011 í vinnuvernd - 26.10.2011

Þessa dagana, 24. - 28. október, stendur yfir vinnuverndarvikan 2011 sem haldin er í öllum Evrópuríkjum samtímis en Vinnueftirlitið er framkvæmdaraðili vikunnar á Íslandi. Ráðstefna vikunnar fór fram á Grand Hótel Reykjavík í gær þriðjudag 25. okt. og þar var tilkynnt um val á fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2011 en Vinnueftirlitið veitir viðurkenningu til fyrirtækis sem þykir skara framúr á því sviði sem er í kastljósinu ár hvert. 
Lesa meira

Evrópska vinnuverndarvikan 24. - 28. október - 23.10.2011

Öruggt viðhald ? allra hagur
Eitt mannskæðasta vinnuslys sem orðið hefur í Norður-Evrópu síðustu áratugina varð á olíuborpallinum Piper Alpha í Norðursjó árið 1988. Þar fórust 167 einstaklingar. Slysið er eitt alvarlegasta dæmið sem til er um viðgerð sem endaði með skelfingu.
Lesa meira

Vinnuverndarvikan 2011 - Ráðstefna 25. okt. nk. - 13.10.2011

Evrópska vinnuverndarvikan 2011, Öruggt viðhald - Allra hagur, verður að þessu sinni haldin 24. ? 28. október. Í tilefni þess verður haldin ráðstefna á Grand Hóteli þriðjudaginn 25. október kl. 13.00 - 16.00.
Á ráðstefnunni sem fram fer í Gullteig A-sal, verða flutt áhugaverð erindi og efni sem fjalla um öryggi við viðhaldsvinnu. Einnig verða veittar viðurkenningar til fyrirtækja sem talin eru standa sig vel á því sviði sem tengist viðhaldsvinnu.
Lesa meira

Staðreyndablöð (Fact Sheets) um vinnuvernd - 3.10.2011

Vinnuverndarstofnun Evrópu (OSHA Europe) gefur reglulega út svokölluð staðreyndablöð (e. Fact Sheets) um ýmsa efnisþætti vinnuverndar. Staðreyndablöðin eru þýdd á íslensku og verða þau birt hér á heimasíðu Vinnueftirlitsins jafnóðum og þau berast.
Lesa meira

Gagnvirk áhættugreining fyrir lítil fyrirtæki á netinu (OiRA) frá EU-OSHA - 3.10.2011

Nú hefur EU-OSHA (European Agency for Safety and Health at Work) gefið út gjaldfrjálst verkfæri á netinu, OiRA, til að leggja sitt af mörkum til að útrýma eða takmarka þau 168.000 dauðsföll sem rekja má til vinnu, 7 milljónir slysa og 20 milljón mál sem lúta að vinnutengdum sjúkdómum og koma upp innan ESB á hverju ári. Ætti það að geta reynst smærri íslenskum fyrirtækjum vel. Lesa meira