Fréttir: maí 2011

Eldfjallaaska og fokefni - 23.5.2011

Leiðbeiningar um heilsuvarnir á vinnustað
Eldfjallaaska, sandryk, jökulleir og jarðvegsryk sem berst langar leiðir með vindi eru smákornótt og komast því niður í lungun.
Aska og fokefni valda tímabundnum öndunarerfiðleikum, minni öndunarvirkni og næmisviðbrögðum en varanleg heilsuáhrif (lungnaskaði) getur orðið við langvarandi álag við vissar aðstæður.

Lesa meira

Rafræn skráning á námskeið Vinnueftirlitsins - 20.5.2011

Nú er hægt að skrá sig á námskeið hjá Vinnueftirlitinu með rafrænni skráningu á heimasíðu stofnunarinnar.
Lesa meira

Styrkir til rannsókna og verkefna - 18.5.2011

Norræna Vinnuverndarnefndin auglýsir styrki til verkefna á sviði vinnuverndar. Umsóknarfrestur er til 29.8.2011.  Kröfur eru gerðar um að minnst þrjú Norðurlönd taki þátt til þess að verkefni hljóti styrk en sóst er eftir þátttöku allra Norðurlandanna. Lögð er áhersla á fjögur meginsvið innan vinnuverndar. Lesa meira

Málþing Vinnís og Vinnueftirlitsins 19. maí nk. - 18.5.2011

Kynning á norrænni skýrslu um einelti á vinnustöðum.
Komin er út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar ítarleg skýrsla um stöðu og þekkingu á sviði eineltismála á vinnustöðum á Norðurlöndum. Á málþinginu verður skýrslan kynnt af Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttir prófessor í félagsfræði hjá Háskóla Íslands og Kristni Tómassyni yfirlækni hjá Vinnueftirlitinu. 
Lesa meira