Fréttir: 2011

Vinnueftirlitið vísar fjórum málum til lögreglu - 16.12.2011

Vinnueftirlit ríkisins hefur vísað málum fjögurra fyrirtækja til lögreglu vegna gruns um brot á reglum er gilda um vinnutíma barna og unglinga. Lesa meira

Rannsókn á líðan og heilsu starfsfólks í fjármálafyrirtækjum - 25.11.2011

Vinnueftirlit ríkisins hefur í samstarfi við Samtök starfsfólks í fjármálafyrirtækju (SSF) og Háskóla Íslands staðið að rannsókn á líðan og heilsu starfsfólks í fjármálafyrirtækjum. Spurningalistar voru lagðir fyrir bæði árið 2009 og aftur árið 2011. Þessi rannsókn veitir mikilvægar upplýsingar um hvernig breytingar í fyrirtækjum og stofnunum sem eiga sér stað í efnahagsþrengingum tengjast líðan og heilsu starsfólks. Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti 8. nóvember 2011 - 6.11.2011

Þann 8. nóvember nk. verður undirritaður þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Af því tilefni hefur Vinnueftirlitið í samstarfi við sex aðrar stofnanir gefið út veggspjald með 10 ráðum til að vinna gegn einelti  á vinnustað. Lesa meira

Val á fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2011 í vinnuvernd - 26.10.2011

Þessa dagana, 24. - 28. október, stendur yfir vinnuverndarvikan 2011 sem haldin er í öllum Evrópuríkjum samtímis en Vinnueftirlitið er framkvæmdaraðili vikunnar á Íslandi. Ráðstefna vikunnar fór fram á Grand Hótel Reykjavík í gær þriðjudag 25. okt. og þar var tilkynnt um val á fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2011 en Vinnueftirlitið veitir viðurkenningu til fyrirtækis sem þykir skara framúr á því sviði sem er í kastljósinu ár hvert. 
Lesa meira

Evrópska vinnuverndarvikan 24. - 28. október - 23.10.2011

Öruggt viðhald ? allra hagur
Eitt mannskæðasta vinnuslys sem orðið hefur í Norður-Evrópu síðustu áratugina varð á olíuborpallinum Piper Alpha í Norðursjó árið 1988. Þar fórust 167 einstaklingar. Slysið er eitt alvarlegasta dæmið sem til er um viðgerð sem endaði með skelfingu.
Lesa meira

Vinnuverndarvikan 2011 - Ráðstefna 25. okt. nk. - 13.10.2011

Evrópska vinnuverndarvikan 2011, Öruggt viðhald - Allra hagur, verður að þessu sinni haldin 24. ? 28. október. Í tilefni þess verður haldin ráðstefna á Grand Hóteli þriðjudaginn 25. október kl. 13.00 - 16.00.
Á ráðstefnunni sem fram fer í Gullteig A-sal, verða flutt áhugaverð erindi og efni sem fjalla um öryggi við viðhaldsvinnu. Einnig verða veittar viðurkenningar til fyrirtækja sem talin eru standa sig vel á því sviði sem tengist viðhaldsvinnu.
Lesa meira

Staðreyndablöð (Fact Sheets) um vinnuvernd - 3.10.2011

Vinnuverndarstofnun Evrópu (OSHA Europe) gefur reglulega út svokölluð staðreyndablöð (e. Fact Sheets) um ýmsa efnisþætti vinnuverndar. Staðreyndablöðin eru þýdd á íslensku og verða þau birt hér á heimasíðu Vinnueftirlitsins jafnóðum og þau berast.
Lesa meira

Gagnvirk áhættugreining fyrir lítil fyrirtæki á netinu (OiRA) frá EU-OSHA - 3.10.2011

Nú hefur EU-OSHA (European Agency for Safety and Health at Work) gefið út gjaldfrjálst verkfæri á netinu, OiRA, til að leggja sitt af mörkum til að útrýma eða takmarka þau 168.000 dauðsföll sem rekja má til vinnu, 7 milljónir slysa og 20 milljón mál sem lúta að vinnutengdum sjúkdómum og koma upp innan ESB á hverju ári. Ætti það að geta reynst smærri íslenskum fyrirtækjum vel. Lesa meira

Ársskýrsla Vinnueftirlitsins 2010 er komin út - 20.9.2011

Á árinu 2010 létust þrír starfsmenn við vinnu sína og 1174 vinnuslys voru tilkynnt til Vinnueftirlitsins.
Er það óhjákvæmilegur ?fórnarkostnaður? að nokkrir einstaklingar láti lífið á ári hverju og fjölmargir slasist eða verði fyrir heilsutjóni við vinnu sína svo að hjól atvinnulífsins geti snúist og skapað þau verðmæti sem velferð okkar byggir á?
Lesa meira

Örugg viðhaldsvinna innan landbúnaðar - 14.9.2011

Landbúnaður er ein hættulegasta atvinnugrein sem fyrirfinnst og þar
verða mörg vinnutengd slys.
Lesa meira

Ekki kaupa köttinn í sekknum! - 6.9.2011

Ef þér er boðinn, eða þú finnur á netinu lyftara eða annað tæki á mun hagstæðara verði en gengur og gerist er rétt að skoða málið og kanna hvað búi að baki. Tilboð sem virðast of góð til að vera sönn eru stundum einmitt það - of góð til að vera sönn. Lesa meira

Norræn samanburðarrannsókn á vinnuverndarlöggjöf Norðurlandanna - 25.8.2011

Komin er út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar skýrsla um samanburð á vinnuverndarlöggjöf Norðurlandanna. Lesa meira

Tíð slys á ungu fólki - Dreifibréf sent til fiskvinnslufyrirtækja - 28.7.2011

Af gefnu tilefni hefur Vinnueftirlitið sent út dreifibréf til fiskvinnslufyrirtækja. Ástæður þess eru að nýleg hafa orðið nokkur vinnuslys í fiskvinnslufyrirtækjum þar sem ungmenni yngri en 18 ára og í einu vilviki barn undir 15 ára hafa slasast í tengslum við vinnu við vélar og tæki. Vinnueftirlitinu hafa einnig borist ábendingar vegna meintra brota á ákvæðum reglugerðar nr. 426/1999 um vinnu barna og unglinga vegna aldurs ungmenna sem ráðin hafa verið til starfa í fiskvinnslu. Sjá dreifibréf. Lesa meira

Nagla- og heftibyssur falla undir reglugerð um vélar og tæknilegan búnað - 22.6.2011

Ný reglugerð um vélar og tæknilegan búnað nr. 1005/2009 tók gildi í lok árs 2009. Lesa meira

Eldfjallaaska og fokefni - 23.5.2011

Leiðbeiningar um heilsuvarnir á vinnustað
Eldfjallaaska, sandryk, jökulleir og jarðvegsryk sem berst langar leiðir með vindi eru smákornótt og komast því niður í lungun.
Aska og fokefni valda tímabundnum öndunarerfiðleikum, minni öndunarvirkni og næmisviðbrögðum en varanleg heilsuáhrif (lungnaskaði) getur orðið við langvarandi álag við vissar aðstæður.

Lesa meira

Rafræn skráning á námskeið Vinnueftirlitsins - 20.5.2011

Nú er hægt að skrá sig á námskeið hjá Vinnueftirlitinu með rafrænni skráningu á heimasíðu stofnunarinnar.
Lesa meira

Styrkir til rannsókna og verkefna - 18.5.2011

Norræna Vinnuverndarnefndin auglýsir styrki til verkefna á sviði vinnuverndar. Umsóknarfrestur er til 29.8.2011.  Kröfur eru gerðar um að minnst þrjú Norðurlönd taki þátt til þess að verkefni hljóti styrk en sóst er eftir þátttöku allra Norðurlandanna. Lögð er áhersla á fjögur meginsvið innan vinnuverndar. Lesa meira

Málþing Vinnís og Vinnueftirlitsins 19. maí nk. - 18.5.2011

Kynning á norrænni skýrslu um einelti á vinnustöðum.
Komin er út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar ítarleg skýrsla um stöðu og þekkingu á sviði eineltismála á vinnustöðum á Norðurlöndum. Á málþinginu verður skýrslan kynnt af Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttir prófessor í félagsfræði hjá Háskóla Íslands og Kristni Tómassyni yfirlækni hjá Vinnueftirlitinu. 
Lesa meira

FRÉTTATILKYNNING - Hættulegur aukabúnaður á vélorf - 27.4.2011

Sláttuorf eða vélorf eru nokkuð algeng hérlendis. Eru þau yfirleitt markaðssett með skurðarbúnaði sem er snúningshaus með nælonþræði eða þá með heilu málmblaði. Hægt hefur verið að fá á vélorf aukabúnað sem framleiddur er af öðrum en framleiðendum orfanna og er sumt af þeim aukabúnaði stórhættulegur og ekki leyfilegt að nota hann skv. ákvæði reglugerðar nr. 1005/2009 um vélar og tæknilegan búnað
Lesa meira

Slysavakt Vinnueftirlitsins - 20.4.2011

Tilhögun slysavaktar Vinnueftirlitsins um stórhátíðir hefur verið breytt skv. eftirfarandi: Lesa meira

Norrænn fundur um flutning á hættulegum farmi - 20.4.2011

Fjallað er um ADR-reglurnar, oft ýmsar túlkanir eða útfærslur á ákvæðum þeirra og sérreglur hverrar þjóðar Norðurlandanna. Lesa meira

Könnun á líðan og heilsu starfsfólks í fjármálafyrirtækjum - 19.4.2011

Samtök starfsfólks í fjármálafyrirtækjum stendur nú fyrir könnun á líðan og heilsu starfsfólks í fjármálafyrirtækjum í samvinnu við Vinnueftirlitið og Háskóla Íslands. Lesa meira

Málþing Vinnís og Vinnueftirlitsins 14. apríl nk. - 5.4.2011

Vinnís og Vinnueftirlitið taka höndum saman og kynna tvö verkefni. Lesa meira

Núll-slysastefna á morgunverðarfundi Vinnueftirlitsins 9. mars sl. - 9.3.2011

Morgunverðarfundur Vinnueftirlitsins um "Núll-slysastefnu" tókst vel með góðri þátttöku þeirra sem láta sig málið varða. Fluttir voru fróðlegir fyrirlestrar um stefnuna og má td. geta þess að meðal annarra hefur Landsvirkjun tekið þá hugmyndafræði upp og ætlar að beita henni við byggingu Búðarhálsvirkjunar. Lesa meira

Fyrirtækjaeftirlit - 9.3.2011

Gæðahandbók fyrirtækjaeftirlits er skipt í þrjá hluta;

  • Allt eftirlit sem á við bæði hefðbundið og aðlagað eftirlit
  • Hefðbundið efitrlit sem er sértækt fyrir hefðbundið efitrlit
  • Aðlagað eftirlit sem er sértækt fyrir aðlagað eftirlit

Innan hvers flokks eru gæðaskjölin síðan flokkuð í; verklagsreglur, vinnureglur og stöðluð skjöl.

Lesa meira

NIVA - Norræn ráðstefna um markaðseftirlit í Finnlandi 25. - 27. maí 2011 - 4.3.2011

Norræn ráðstefna um markaðseftirlit verður haldin á vegum norrænu fræðslustofnunarinnar, NIVA, í Finnlandi dagana 25.-27. maí nk. Markhópar ráðstefnunnar eru stjórnvöld sem annast markaðseftirlit, fulltrúar iðnaðarins og aðrir sem bera ábyrgð á að setja vörur á markað.
Lesa meira

Banaslys á Norðurlöndum við vinnu frá 2003 til 2008 - 4.3.2011

Umfang vinnuslysa er mikilvægur mælikvarði á stöðu vinnuverndar. Norræna vinnuverndarnefndin gekkst fyrir rannsókn á umfangi banaslysa við vinnu á árunum 2003 til 2008. Lesa meira

"Núll slysastefna - alls staðar" - 2.3.2011

Morgunverðarfundur um "Núll slysastefnu" verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 9. mars nk. kl. 8 - 10. Lesa meira

Verkefnisstyrkur á sviði sálfélagslegs vinnuumhverfis - 7.2.2011

Vinnuverndarnefnd norrænu ráðherranefndarinnar auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir verkefni á sviði sálfélagslegs vinnuumhverfis.

Lesa meira

Forvarnir í fyrirrúmi - ráðstefna VÍS og Vinnueftirlitsins - 4.2.2011

Fjölmargir gestir sóttu ráðstefnu VÍS og Vinnueftirlitsins sem haldin var fimmtudaginn 3. febrúar sl. undir yfirskriftinni "Forvarnir í fyrirrúmi". Sjónum var einkum beint að öryggismálum sjómanna og bænda, öryggismenningu í matvælaiðnaði og eldvörnum fyrirtækja. Lesa meira

Leiðrétting á afgreiðslutíma Vinnueftirlitsins í Reykjanesbæ - 1.2.2011

Í dag, 1. febrúar 2011 opnuðu Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun sameiginlega umdæmisskrifstofu að Krossmóum 4a, í Reykjanesbæ. Opið verður hjá Vinnueftirlitinu mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09.00 -15.00 og á föstudögum verður opið frá 09.00 ? 12.00 en ekki frá kl. 08 eins og áður hafði ranglega komið fram.
Hið nýja húsnæði er á 2. hæð að Krossmóum 4a.
 
Lesa meira

Vinnueftirlitið og Vinnumálastofnun á Reykjanesi flytjast í sama húsnæði - 25.1.2011

Þann 1. febrúar 2011 opna Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun á Reykjanesi sameiginlega umdæmisskrifstofu að Krossmóum 4, í Reykjanesbæ. Lesa meira

Öryggismenning - Nýtt námskeið í febrúarbyrjun - 25.1.2011

Vinnueftirlitið heldur námskeið 1. og 2. febrúar nk. um það hvernig byggja má upp öryggismenningu og öryggisanda á vinnustöðum. Lesa meira

Brennisteinsvetni og vinnuvernd - 25.1.2011

Í fréttabréfi Félags heilbrigðis? og umhverfisfulltrúa sem út kom í lok árs 2010 fjalla Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlitsins og Friðrik Daníelsson, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu um brennisteinsvetni og vinnuvernd.
Lesa meira

Forvarnir í fyrirrúmi - ráðstefna VÍS og Vinnueftirlitsins - 21.1.2011

Forvarnir í fyrirrúmi er heiti opinnar ráðstefnu VÍS og Vinnueftirlitsins 2011 sem haldin verður miðvikudaginn 2. febrúar nk. kl. 13.00 - 16.00 á 5. hæð í húsnæði VÍS að Ármúla 3. Lesa meira

Öryggisskýrsla Norðuráls aðgengileg á heimasíðu Vinnueftirlitsins - 19.1.2011

Öryggisskýrsla álvers Norðuráls á Grundartanga hefur nú verið samþykkt og er aðgengileg á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Lesa meira

Vinnuslysaáratugurinn 2001 til 2010 - dögun nýrra tíma! - 3.1.2011

Nú þegar fyrsti áratugur nýrrar aldar er sannanlega liðinn hefur Vinnueftirlitið fengið 15686 tilkynningar um vinnuslys frá 1. janúar 2001 til og með 31. desember 2010. Lesa meira