Fréttir: júlí 2010

Þróun banaslysa við vinnu í landi í 50 ár - 16.7.2010

Allir vilja komast heilir heim að vinnudegi loknum heilir og sælir. Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlitsins tók saman tölur um þróun banaslysa við vinnu í landi s.l. 50 ár. Lesa meira

Vinnuverndarvikan 2010 - Ráðstefna og sýning - 2.7.2010

Evrópska vinnuverndarvikan 2010, Örugg viðhaldsvinna verður að þessu sinni haldin 25. ? 29. október. Í tilefni þess verður haldin ráðstefna og sýning á Grand Hóteli þann 26. október.
Á ráðstefnunni sem fram fer í Gullteig A-sal, verða flutt áhugaverð erindi og efni sem fjalla um öryggi við viðhaldsvinnu. Einnig verða veittar viðurkenningar til fyrirtækja sem talin eru standa sig vel á því sviði sem tengist viðhaldsvinnu.
Lesa meira

Endurútgáfa samstarfssamnings Siglingastofnunar og Vinnueftirlitsins - 2.7.2010

Samstarfssamningur milli Vinnueftirlitsins og Siglingastofnunar Íslands um eftirlit í flotkvíum, dýpkunarprömmum og öðrum prömmum frá 30. apríl 2009 hefur verið endurnýjaður með viðbót við fyrri samning, sbr. II kafla sem varðar gerð öryggisáætlana og gerð skriflegra áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustað og rannsókn vinnuslysa vegna vinnu á bátum styttri en 6 metrar. Lesa meira