Fréttir: maí 2010
Flest alvarleg vinnuslys hér á landi verða í byggingariðnaði og við aðra tímabundna mannvirkjagerð. Þrátt fyrir öflugt eftirlit og áherslu á öryggi á slíkum vinnustöðum hefur ekki náðst ásættanlegur árangur. Vinnueftirlitið hefur því ákveðið að herða verulega eftirlit við verklegar framkvæmdir og er þeim aðgerðum Vinnueftirlitsins skipt í fjóra flokka eins og lesa má nánar í meðfylgjandi dreifibréfi.
Lesa meira