Fréttir: mars 2010

Skýrsla um hættutilvik í olíustöðinni í Örfirisey í nóvember 2009 - 27.3.2010

Um miðnætti aðfaranótt 22. nóvember 2009 barst Neyðarlínunni tilkynning um bensínleka í olíustöðinni í Örfirisey. Vaktmaður Securitas hf sem hóf vaktstörf í stöðinni aðfaranótt sunnudags 22.11.2009 kl. 00:00 fann á sinni reglubundnu göngu um stöðina bensínlykt við dæluhús og í framhaldi bensínleka undan hurð hússins og heyrði hljóð frá dælu sem þar var í gangi. Meira Lesa meira

Norræna vinnuumhverfisráðstefnan NAM 2010 í október - 26.3.2010

55. Norræna vinnuumhverfisráðstefnan (55th Nordic Work Environment Meeting) NAM 2010 verður haldin í Reykjavík dagana 4. til 6. október 2010.

Lesa meira

Slys við vinnu í lokuðu rými - 25.3.2010

 
Í 30 ára sögu Vinnuslysaskrárinnar eru nokkur dæmi um mjög alvarleg slys sem hafa orðið þegar starfsmenn hafa verið að vinna í lokuðu rými þar sem af hefur hlotist dauði, lífshættulegt tjón eða örkuml. Slík vinna fellur undir reglur um öryggisráðstafanir við vinnu í lokuðu rými (nr. 429/1995).
Lesa meira

Er tifandi tímasprengja á þínum vinnustað? - 5.3.2010

Vinnueftirlitið heldur námskeið fyrir aðila sem vinna með búnað sem notar loftþrýsting, gufu eða gas við vinnslu. Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna dagsdaglega með þrýstibúnað en eru ekki tæknimenntaðir.
Smellið hér til að sjá auglýsinguna um námskeiðið
Lesa meira