Fréttir: 2010

Öryggishandbók rannsóknarstofunnar er komin út hjá Háskólaútgáfunni - 30.11.2010

Öryggishandbók rannsóknarstofunnar er nýkomin út hjá Háskólaútgáfunni, höfundur er Sveinbjörn Gizurarson. Starf á rannsóknarstofu krefst þekkingar, nákvæmni og varkárni. Í Öryggishandbók rannsóknarstofunnar er fjallað um umgengni, vinnubrögð og öryggi á rannsóknarstofum.

 
Lesa meira

Niðurstöður rannsóknar meðal starfsfólks í bönkum á Íslandi - 29.11.2010

Á Þjóðarspegli 2010 sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands stendur að voru kynntar niðurstöður úr rannsókn sem Vinnueftirlitið og Háskóli Íslands í samstarfi við Samtök starfsfólks í fjármálafyrirtækjum, gerðu meðal starfsfólks í bönkum hér á landi, 5 mánuðum eftir fall þeirra í október 2008. Lesa meira

Málþing um ofbeldi á heilbrigðisstofnunum - 19.11.2010

Ofbeldi á heilbrigðisstofnunum er eitt af alvarlegri vinnuverndarmálum heilbrigðisstofnana sem taka þarf á í kerfisbundnu vinnuverndarstarfi. Lesa meira

Örugg viðhaldsvinna - 1.11.2010

Nú í ár hefur Vinnuverndarvika verið helguð öruggri viðhaldsvinnu. Hérlendis er mikið af húsnæði og mannvirkjum sem er frá árunum 1930 til 1980 og er viðhald og endurbætur á þessu húsnæði og mannvirkjum umtalsverð. Lesa meira

Vinnueftirlitið veitti viðurkenningar til fyrirmyndar-fyrirtækja - 28.10.2010

Vinnuverndarvikan 2010 - ÖRUGG VIÐHALDSVINNA
Ráðstefnan ÖRUGG VIÐHALDSVINNA var haldin á Grand Hótel Reykjavík 26. október sl. þar sem Vinnueftirlitið veitti viðurkenningu til þriggja fyrirtækja sem þóttu standa sig vel á árinu í verkefnum sem tengjast viðhaldsvinnu.
Lesa meira

Skýrsla um rannsókn á slysum af völdum brennisteinsvetnis - 25.10.2010

Skýrsla um rannsókn á slysum af völdum brennisteinsvetnis sem Vinnueftirlitið tók þátt í að gera á vegum OECD er nú aðgengileg á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Lesa meira

Leiðbeiningar um heilsuvarnir vegna eldfjallaösku og fokefna - 18.10.2010

Vinnueftirlitið hefur gefið út leiðbeiningar um heilsuvarnir á vinnustað vegna hættu af völdum eldfjallaösku og fokefna. Lesa meira

Öryggisskýrslur Alcoa Fjarðaáls og ISAL aðgengilegar hjá Vinnueftirlitinu - 17.10.2010

Vinnueftirlitið hefur samþykkt öryggisskýrslur álvera ISAL í Straumsvík og ALCOA á Reyðarfirði. Lesa meira

Efni tengt Evrópsku vinnuverndarvikunni á íslensku á heimasíðu Vinnuverndarstofnunar Evrópusambandsins - 13.10.2010

Búið er að íslenska efni tengt Evrópsku vinnuverndarvikunni á heimasíðu European Agency for Safety and Health at Work sem er Vinnuverndarstofnun Evrópusambandsins. Lesa meira

Örugg viðhaldsvinna - Ráðstefna og sýning á Grand Hótel 26. okt. 2010 - 4.10.2010

Ráðstefna og sýning í tilefni Evrópsku vinnuverndarvikunnar 2010, Örugg viðhaldsvinna, verður haldin á Grand Hóteli þriðjudaginn 26. október nk.
Á ráðstefnunni sem fram fer í Gullteig A-sal, verða flutt áhugaverð erindi og efni sem fjalla um öryggi við viðhaldsvinnu. Einnig verða veittar viðurkenningar til fyrirtækja sem talin eru standa sig vel á því sviði sem tengist viðhaldsvinnu.
Lesa meira

Búnaður á sláttuorf innkallaður í framhaldi af banaslysi - 24.9.2010

Framleiðandi búnaðar á garðsláttuorf hefur innkallað búnað á sláttuorf í framhaldi af dauðaslysi sem varð í tengslum við notkun hans. Búnaðurinn er af gerðinni Attila ATHU001 ?Hulk Professional Forestry Blade?, framleiddur á Ítalíu. Lesa meira

Ársskýrsla Vinnueftirlitsins 2009 er komin út - 25.8.2010

Ársskýrsla Vinnueftirlitsins fyrir árið 2009 hefur verið sett á heimasíðuna. Ársskýrslan nú kemur einungis út í netútgáfu. 
Fjallað er um eftirlitsstarfið á árinu 2009, fræðslu- og upplýsingastarf, rannsóknir, atvinnusjúkdóma og vinnuslys á árinu 2009, átaksverkefni, innlent og erlent samstarf o.fl. 
Ársskýrslan er birt undir flokknum Útgáfa/Skýrslur ofarlega til vinstri á heimasíðu Vinnueftirlitsins en einnig má
nálgast hana hér

Lesa meira

Fréttatilkynning - 20.8.2010

Vinnnueftirlitið heimilar á ný notkun bræðsluofns hjá Elkem Ísland á Grundrtanga eftir alvarlegt vinnuslys sem varð í verksmiðjunni 29.júní sl. Lesa meira

Þróun banaslysa við vinnu í landi í 50 ár - 16.7.2010

Allir vilja komast heilir heim að vinnudegi loknum heilir og sælir. Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlitsins tók saman tölur um þróun banaslysa við vinnu í landi s.l. 50 ár. Lesa meira

Vinnuverndarvikan 2010 - Ráðstefna og sýning - 2.7.2010

Evrópska vinnuverndarvikan 2010, Örugg viðhaldsvinna verður að þessu sinni haldin 25. ? 29. október. Í tilefni þess verður haldin ráðstefna og sýning á Grand Hóteli þann 26. október.
Á ráðstefnunni sem fram fer í Gullteig A-sal, verða flutt áhugaverð erindi og efni sem fjalla um öryggi við viðhaldsvinnu. Einnig verða veittar viðurkenningar til fyrirtækja sem talin eru standa sig vel á því sviði sem tengist viðhaldsvinnu.
Lesa meira

Endurútgáfa samstarfssamnings Siglingastofnunar og Vinnueftirlitsins - 2.7.2010

Samstarfssamningur milli Vinnueftirlitsins og Siglingastofnunar Íslands um eftirlit í flotkvíum, dýpkunarprömmum og öðrum prömmum frá 30. apríl 2009 hefur verið endurnýjaður með viðbót við fyrri samning, sbr. II kafla sem varðar gerð öryggisáætlana og gerð skriflegra áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustað og rannsókn vinnuslysa vegna vinnu á bátum styttri en 6 metrar. Lesa meira

Hertar aðgerðir við eftirlit í byggingar- og mannvirkjagerð - 26.5.2010

Flest alvarleg vinnuslys hér á landi verða í byggingariðnaði og við aðra tímabundna mannvirkjagerð. Þrátt fyrir öflugt eftirlit og áherslu á öryggi á slíkum vinnustöðum hefur ekki náðst ásættanlegur árangur. Vinnueftirlitið hefur því ákveðið að herða verulega eftirlit við verklegar framkvæmdir og er þeim aðgerðum Vinnueftirlitsins skipt í fjóra flokka eins og lesa má nánar í meðfylgjandi dreifibréfi. Lesa meira

Áhættumat vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli - 16.4.2010

Vinnueftirlitið vill árétta við fyrirtæki og stofnanir vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli að þau fari yfir öryggisþætti í starfsemi sinni þannig að tryggt sé að heilsu starfsmanna sé ekki ógnað.
Lesa meira

Öryggisráðstafanir við löndun á uppsjávarfiski til bræðslu og vinnu í hráefnisgeymum og hráefnisþróm - 14.4.2010

Vinnueftirlitið og Siglingastofnun vilja árétta að mikil slysahætta er í lesum skipa vegna myndunar eitraðra lofttegunda og eyðingar súrefnis þegar afli eldist og tekur að rotna.

Lesa meira

Skýrsla um hættutilvik í olíustöðinni í Örfirisey í nóvember 2009 - 27.3.2010

Um miðnætti aðfaranótt 22. nóvember 2009 barst Neyðarlínunni tilkynning um bensínleka í olíustöðinni í Örfirisey. Vaktmaður Securitas hf sem hóf vaktstörf í stöðinni aðfaranótt sunnudags 22.11.2009 kl. 00:00 fann á sinni reglubundnu göngu um stöðina bensínlykt við dæluhús og í framhaldi bensínleka undan hurð hússins og heyrði hljóð frá dælu sem þar var í gangi. Meira Lesa meira

Norræna vinnuumhverfisráðstefnan NAM 2010 í október - 26.3.2010

55. Norræna vinnuumhverfisráðstefnan (55th Nordic Work Environment Meeting) NAM 2010 verður haldin í Reykjavík dagana 4. til 6. október 2010.

Lesa meira

Slys við vinnu í lokuðu rými - 25.3.2010

 
Í 30 ára sögu Vinnuslysaskrárinnar eru nokkur dæmi um mjög alvarleg slys sem hafa orðið þegar starfsmenn hafa verið að vinna í lokuðu rými þar sem af hefur hlotist dauði, lífshættulegt tjón eða örkuml. Slík vinna fellur undir reglur um öryggisráðstafanir við vinnu í lokuðu rými (nr. 429/1995).
Lesa meira

Er tifandi tímasprengja á þínum vinnustað? - 5.3.2010

Vinnueftirlitið heldur námskeið fyrir aðila sem vinna með búnað sem notar loftþrýsting, gufu eða gas við vinnslu. Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna dagsdaglega með þrýstibúnað en eru ekki tæknimenntaðir.
Smellið hér til að sjá auglýsinguna um námskeiðið
Lesa meira

Fréttatilkynning í tilefni slyss við löndun 14. febrúar 2010 - 16.2.2010

Öryggisráðstafanir við löndun á fiski til bræðslu og vinnu í hráefnisgeymum og hráefnisþróm Lesa meira

Opin ráðstefna VÍS og Vinnueftirlitsins 2010 - Forvarnir í fyrirrúmi - 1.2.2010

Fimmtudaginn 4. febrúar kl. 13:00 ? 16:00
Lesa meira