Fréttir: febrúar 2009
Öryggisráðstafanir við löndun á bræðslufiski og vinnu í hráefnisgeymum og hráefnisþróm.
Að gefnu tilefni vill Vinnueftirlitið vekja athygli á slysahættu við vinnu í rýmum þar sem hætta getur verið á súrefnisskorti og/eða á myndun hættulegra lofttegunda. Veruleg slysahætta er fyrir hendi í lestum skipa, hráefnisgeymum og ?þróm; þegar hráefnið rotnar myndast hættulegar lofttegundir og súrefnisskortur verður.