Fréttir: mars 2005

Tilkynning til þeirra sem hyggjast flytja inn húsbíla, húsvagna, fellihýsi eða tjaldvagna sem innihalda gasbúnað - 22.3.2005

Rétt er því að vekja athygli á því að gasbúnað má einungis setja á markað og taka í notkun ef hann ógnar ekki öryggi manna, við venjulega notkun. Gasbúnaður, eins og er oft að finna í ofangreindum ökutækjum, fellur undir reglur nr. 108/1996 um tæki sem brenna gasi. Í því felst, eins og áður hefur komið fram, að búnaðurinn og tækin verða að bera CE-merki, ásamt því að samræmisyfirlýsing verður að fylgja búnaðnum. Lesa meira

Ályktun stjórnar Vinnueftirlitsins - Vinnuvernd og tóbaksvarnir á vinnustöðum - 17.3.2005

Með þessari ályktun skorar stjórn Vinnueftirlitsins á heilbrigðisráðherra að hann beiti sér fyrir því að tóbaksvarnarlög séu samræmd vinnuverndarlögunum og reykingar verði bannaðar á öllum vinnustöðum á Íslandi án undantekninga. Lesa meira

Heilsuvernd á vinnustað - leiðbeiningar fyrir þjónustuaðila - 16.3.2005

Hugmyndafræði heilsuverndar á vinnustað byggir m.a. á rammatilskipun Evrópubandalagsins, 89/391/EBE, frá 12. júní, 1989; http://www.brunnur.stj.is/ees, samþykktum Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (International Labour Organisationen, ILO) Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og íslensku vinnuverndarlögunum (lög nr. 46/1980 með síðari breytingum). Alþjóðlega vinnumálastofnunin skilgreinir heilsuvernd á vinnustöðum fyrst og fremst sem forvarnarstarf og ráðgefandi fyrir vinnuveitendur, starfsmenn og fulltrúa þeirra um öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Lesa meira

Ráðstefna um hávaða í umhverfi barna - 11.3.2005

Ráðstefnan verður haldin í Kiwanishúsinu, Engjateigi þann 1. apríl 2005 Lesa meira